Suðurlandið markaðssett á kostnað annarra landshluta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2022 14:01 Ferðamenn á Egilsstöðum. Rekstraraðilar eru ósáttir við markaðssetningu landshlutans. Vísir/Vilhelm Vörumerkið Ísland á ekki við um aðra hluta landsins en Suðurströndina og suð-vesturhornið. Þetta segja aðilar í ferðaþjónustu sem telja markaðssetningu opinberra aðila hafa farið illa með aðra hluta landsins. Þráinn Lárusson er stórtækur rekstraraðili í ferðaþjónustu á Austurlandi. Á Sprengisandi í morgun lýsir hann mikilli óánægju með það hvernig opinberum aðilum hefur tekist til við að markaðssetja aðra landshluta en Suðurlandið. Í kjölfar goss í Eyjafjallajökli segir Þráinn að allt púður hafi farið í að markaðssetja svæðið í kringum jökulinn og fá ferðamenn til að eyða tíma hér á landi allt árið um kring. Þráinn Lárusson. „Síðan hefur þessi markaðssetning gildnað á þessu svæði og við ekki farið í takt. Ég hef varað við þessari þróun í mörg ár þar sem það kæmi sá punktur þar sem við gætum ekki annað þessu, út á landi,“ segir Þráinn. Hann bendir einnig á að allt annar fasi sé á ferðaþjónustu annars staðar en á Suðurlandi þar sem hagnaður yfir sumartímann fari að miklu leyti í að niðurgreiða tap yfir vetrartímann. „Þannig þetta er vandinn sem við stöndum frammi fyrir, það vantar fjárfestinguna og hún er bara ekki arðbær. Allt púður hefur farið í að byggja upp ferðaþjónustu fyrir sunnan.“ Lítil og arðlaus fjárfesting Hann tekur sem dæmi að hóteluppbygging á öðrum landshlutum sé í lamasessi miðað við þá uppbyggingu sem hafi átt sér stað á Suðurlandi og höfuðborgarsvæði. „Ef við tökum Akureyri sem dæmi, þar var gamla Iðnskólanum var breytt í Icelandair hótel fyrir um tólf árum. Það er eina hótelið sem hefur verið byggt þar á síðustu þrjátíu árum, á meðan þau rísa fjögur til fimm á ári á höfuðborgarsvæðinu.“ Slík hóteluppbygging sé enda ekki arðbær án frekara framlags hins opinbera. Engin töfralausn sé þó í sjónmáli. „Það sem þarf náttúrulega að gera núna, sem tekur samt svolítinn tíma, er að markaðssetja þetta svæði á landinu sem hefur algjörlega farið forgörðum,“ segir Þráinn Lárusson en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni á hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Sprengisandur Múlaþing Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Þráinn Lárusson er stórtækur rekstraraðili í ferðaþjónustu á Austurlandi. Á Sprengisandi í morgun lýsir hann mikilli óánægju með það hvernig opinberum aðilum hefur tekist til við að markaðssetja aðra landshluta en Suðurlandið. Í kjölfar goss í Eyjafjallajökli segir Þráinn að allt púður hafi farið í að markaðssetja svæðið í kringum jökulinn og fá ferðamenn til að eyða tíma hér á landi allt árið um kring. Þráinn Lárusson. „Síðan hefur þessi markaðssetning gildnað á þessu svæði og við ekki farið í takt. Ég hef varað við þessari þróun í mörg ár þar sem það kæmi sá punktur þar sem við gætum ekki annað þessu, út á landi,“ segir Þráinn. Hann bendir einnig á að allt annar fasi sé á ferðaþjónustu annars staðar en á Suðurlandi þar sem hagnaður yfir sumartímann fari að miklu leyti í að niðurgreiða tap yfir vetrartímann. „Þannig þetta er vandinn sem við stöndum frammi fyrir, það vantar fjárfestinguna og hún er bara ekki arðbær. Allt púður hefur farið í að byggja upp ferðaþjónustu fyrir sunnan.“ Lítil og arðlaus fjárfesting Hann tekur sem dæmi að hóteluppbygging á öðrum landshlutum sé í lamasessi miðað við þá uppbyggingu sem hafi átt sér stað á Suðurlandi og höfuðborgarsvæði. „Ef við tökum Akureyri sem dæmi, þar var gamla Iðnskólanum var breytt í Icelandair hótel fyrir um tólf árum. Það er eina hótelið sem hefur verið byggt þar á síðustu þrjátíu árum, á meðan þau rísa fjögur til fimm á ári á höfuðborgarsvæðinu.“ Slík hóteluppbygging sé enda ekki arðbær án frekara framlags hins opinbera. Engin töfralausn sé þó í sjónmáli. „Það sem þarf náttúrulega að gera núna, sem tekur samt svolítinn tíma, er að markaðssetja þetta svæði á landinu sem hefur algjörlega farið forgörðum,“ segir Þráinn Lárusson en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni á hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Sprengisandur Múlaþing Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira