Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Líkur á vinstri­sinnuðum for­­seta í Kólumbíu í fyrsta sinn frá lýð­veldis­­stofnun

Seinni umferð forsetakosninga Kólumbíu mun fara fram 19. júní næstkomandi, þar sem enginn frambjóðenda hlaut meira en helming atkvæða í fyrri umferð sem fór fram á sunnudag. Gustavo Petro, vinstrisinnaður fyrrverandi borgarstjóri höfuðborgarinnar Bogotá hlaut þar 40 prósent atkvæða og mun mæta Rodolfo Hernandez, íhaldsömum viðskiptafrömuði, í einvíginu.

Ekki nema nokkrir ára­tugir þar til jöklarnir hverfa

Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, jöklafræðingur, telur að ef fram haldi sem horfir muni Snæfellsjökull hverfa að fullu á næstu nokkrum áratugum. Að óbreyttum útblæstri munu í raun allir jöklar hverfa á næstu áratugum en þó sé hægt að hægja verulega á þróuninni með minni hlýnun, að sögn Guðfinnu.

Verð­bólga í 7,6 prósent og ekki mælst meiri í tólf ár

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,77% milli mánaða og stendur nú í 539,5. Matarverð, húsnæðiskostnaður og bensín er á meðal þess sem hefur hækkað umtalsvert frá síðasta mánuði og orsakar hækkun vísitölu neysluverðs, en verðbólga hefur ekki mælst meiri í tólf ár.

Vaktin: Sprengjum rignir jafnt dag sem nótt

Rússar leggja mikið kapp á að sigra síðustu úkraínsku hermennina í Luhansk. Harðir bardagar geysa í héraðinu og víðar í Austur-Úkraínu og segja sérfræðingar að Rússar virðist vera að drífa sig.

„Þessi refsing endur­speglar al­var­leika brotsins“

Dómur í máli Gísla Haukssonar fyrir brot í nánu sambandi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni féll 17. maí síðastliðinn. Gísli játaði sök og var gert að sæta 60 daga skilorðsbundnu fangelsi en mörgum þótti dómurinn vægur. Haukur Örn Birgisson, verjandi Gísla í málinu, segir ástæðu refsingarinnar einfaldlega vera kröfur ákæruvaldsins sem umbjóðandi hans hafi sætt sig við. Hann afsalaði sér málsvarnarlaunum í málinu

Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti

Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag.

Sjá meira