Ólöf Skaftadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Föstudagsviðtalið: Dagur er búinn að koma sér út í horn

Það er óábyrgt að fara á svig við lögin. Þó að málstaðurinn sé góður. Að gera það þegar fólki hentar af því það telur sig vera með góðan málstað, það ryður bara brautina fyrir því að þegar aðrir komast til valda þá geri þeir slíkt hið sama,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í vikunni hefur fátt annað verið rætt en sniðganga borgarstjórnar við ísraelskar vörur sem var svo dregin til baka. Boðað var til borgarstjórnarfundar á miðvikudag þar sem Áslaug nefndi nasista í samhengi við aðgerðirnar. Hún baðst síðar afsökunar á framsetningu máls síns.

Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn

Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu.

Föstudagsviðtalið: Treystir sér til forystustarfa

Óttarr Proppé segir ástríðu sína fyrir pólítík ekki endilega vera á spíssinum. Hann útilokar þó ekki formannsframboð. Hann segir viðvarandi fylgistölur Bjartrar framtíðar sýna að það sé sambandleysi frá þeim til kjósenda.

Sjá meira