Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Lík­legt að vinstri­menn felli meiri­hluta Macron

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi.

Hægt að nálgast ó­dýrari bjór eftir laga­breytinguna

Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi.

Ramma­á­ætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár

Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni.

Taka fyrir 25 af 70 um­sóknum um ríkis­borgara­rétt

Þing­flokkar hafa náð saman um að taka fyrir 25 af 70 um­sóknum um ríkis­borgara­rétt sem Al­þingi hefur borist. Því virðist búið að ná sam­komu­lagi um öll at­riði í þing­loka­samningum sem þýðir að þing­lokin ættu að ganga smurt fyrir sig. Þingið klárast í kvöld eða í fyrra­málið.

Ósætti um veitingu ríkisborgararéttar gæti sett þinglok í uppnám

Þó þing­flokkar hafi náð saman um heildarra­mma þing­loka standa örfá mál eftir sem ekki hefur enn tekist að ná sátt um. Sam­kvæmt heimildum frétta­stofu er veiting ríkis­borgara­réttar þar stærst og enn lengst á milli flokkanna í því. Nái þeir ekki saman um það í kvöld eða snemma á morgun gæti þetta sett þing­lok í al­gert upp­nám.

Gera loka­til­raun til að halda Héraðs­vötnum og Kja­l­öldum í vernd

Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu.

Eiga rétt á fullri endur­greiðslu og bótum

Tugir kvartana hafa borist Neyt­enda­­sam­tökunum síðustu daga eftir ó­­­venju­­mikið af af­­lýsingum á flugferðum. For­­maður sam­takanna segir flug­­fé­lögin oft sleppa því að upp­­­lýsa fólk um fullan rétt sinn á skaða­bótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á.

Skrif­ræði ríkisins hafi aftrað úr­bótum í Reynis­fjöru

Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 

Vill vægari kröfur um gæslu­varð­hald

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 

Sam­­keppnis­­eftir­­litið með verð­hækkanir til skoðunar

Sam­keppnis­eftir­litið skoðar nú hvort greina megi sam­keppnis­laga­brot í þeim verð­hækkunum sem eiga sér stað um þessar mundir. Hag­fræðingur bendir á að þeir vöru­flokkar sem búi ekki við er­lenda sam­keppni hafi hækkað lang­mest.

Sjá meira