Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2022 19:06 Halla Bergþóra vill fá að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi í svo flóknum málum sem þessum. vísir/vilhelm Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. „Já, við höfum verið að tala um það að við gætum verið að miða okkar heimildir við það sem gerist annars staðar og það gæti hjálpað okkur mikið í þessum rannsóknum,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Því að þetta er mikil vinna við að vera að endurnýja úrskurði og fleira þannig að það gæti hjálpað.“ Og hvaða heimildir eru það sem þér finnst þið þurfa í málum sem þessum? „Það er kannski lenging á gæsluvarðhaldinu, það er bara 12 vikur, og svo jafnvel mætti skoða það að við þyrftum ekki að biðja um gæsluvarðhald alveg strax. Að við gætum haldið fólki sérstaklega ef við erum með svona flóknar rannsóknir,“ segir Halla Bergþóra. Stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar en aðeins brot af því sem er í umferð Lögreglan boðaði til blaðamannafundar í dag til að fara yfir tvær rannsóknir sem hún hefur staðið að; annarri síðan árið 2020 en hinni í nokkra mánuði. Málin eru nátengd - í öðru þeirra var lagt hald á mesta magn fíkniefna í einu og sama málinu í sögu lögreglunnar. Í hinu var svo lagt hald á fimm kíló af amfetamíni til viðbótar, sem er talið koma frá hópnum í fyrri rannsókninni. Þar er einnig umfangsmikið peningaþvætti til rannsóknar. Lögreglan sagði á fundinum í dag að hóparnir stofnuðu löglegan rekstur til að þvætta peningana, oft í veitingabransanum eða í byggingariðnaðinum. 10 hafa verið handteknir vegna málanna tveggja, allt Íslendingar, og sitja þrír þeirra í gæsluvarðhaldi. Tengsl þessara mála og manna eru flókin og það er þetta flækjustig í skipulagðri glæpastarfsemi sem lögreglustjóranum finnst kalla á auknar heimildir lögreglu til að taka á þeim. Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
„Já, við höfum verið að tala um það að við gætum verið að miða okkar heimildir við það sem gerist annars staðar og það gæti hjálpað okkur mikið í þessum rannsóknum,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Því að þetta er mikil vinna við að vera að endurnýja úrskurði og fleira þannig að það gæti hjálpað.“ Og hvaða heimildir eru það sem þér finnst þið þurfa í málum sem þessum? „Það er kannski lenging á gæsluvarðhaldinu, það er bara 12 vikur, og svo jafnvel mætti skoða það að við þyrftum ekki að biðja um gæsluvarðhald alveg strax. Að við gætum haldið fólki sérstaklega ef við erum með svona flóknar rannsóknir,“ segir Halla Bergþóra. Stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar en aðeins brot af því sem er í umferð Lögreglan boðaði til blaðamannafundar í dag til að fara yfir tvær rannsóknir sem hún hefur staðið að; annarri síðan árið 2020 en hinni í nokkra mánuði. Málin eru nátengd - í öðru þeirra var lagt hald á mesta magn fíkniefna í einu og sama málinu í sögu lögreglunnar. Í hinu var svo lagt hald á fimm kíló af amfetamíni til viðbótar, sem er talið koma frá hópnum í fyrri rannsókninni. Þar er einnig umfangsmikið peningaþvætti til rannsóknar. Lögreglan sagði á fundinum í dag að hóparnir stofnuðu löglegan rekstur til að þvætta peningana, oft í veitingabransanum eða í byggingariðnaðinum. 10 hafa verið handteknir vegna málanna tveggja, allt Íslendingar, og sitja þrír þeirra í gæsluvarðhaldi. Tengsl þessara mála og manna eru flókin og það er þetta flækjustig í skipulagðri glæpastarfsemi sem lögreglustjóranum finnst kalla á auknar heimildir lögreglu til að taka á þeim.
Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira