Héðinn snýr heim - vonandi í vor Vesturbæingar sakna mjög eins þekktasta minnismerkis hverfisins; styttunnar af Héðni Valdimarssyni verkalýðsforingja. Ekkert hefur sést til hennar í þrjú ár en eigendurnir vonast til að hún verði komin á sinn stað fyrir verkalýðsdaginn 1. maí. 7.12.2021 07:01
Fékk kærkomna staðfestingu á að í sér renni blóð Örvunarbólusetning heilbrigðisráðherra gekk ekki alveg slysalaust fyrir sig þó stórslys hafi sannarlega ekki átt sér stað. Það blæddi örlítið úr handlegg hans eftir sprautuna og varð því að fá plástur í boði ríkisins, eins og hjúkrunarfræðingurinn sem bólusetti hann komst að orði. 6.12.2021 22:10
Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. 6.12.2021 13:47
Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6.12.2021 11:46
Ekki Alþingis að eigna Snorra Egils sögu Alþingi fer ekki með úrskurðarvald þegar kemur að því að eigna nafnþekktum miðaldamönnum okkar glæstustu bókmenntaverk fyrri alda, að mati Sverris Jakobssonar miðaldasagnfræðings. Hann telur Snorra Sturluson lélegan liðsmann frjálshyggjumanna sem aðhyllast þá stefnu sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor fjallar um í nýjustu bók sinni sem kom út í fyrra. 5.12.2021 10:00
27 milljarðar á tveimur árum Heimsfaraldurinn hefur kostað heilbrigðiskerfið um 27 milljarða á síðustu tveimur árum. Heilbrigðisstofnanir hafa fengið þau skilaboð úr heilbrigðisráðuneytinu að spara ekki í baráttu sinni gegn veirunni - öllum kostnaði verði mætt. 3.12.2021 20:00
Lyflækningadeild lokað: Omíkron einangrað við Akranes Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað tímabundið og eru sjúklingar hennar og starfsfólk í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á landinu var sjúklingur á deildinni. 3.12.2021 10:35
Rauðvínspeningurinn fer í jólaskraut úr legókubbum Hjón í Hafnarfirði hafa sett upp töfrandi jólaþorp úr legókubbum á heimili sínu, sjöunda árið í röð. Alltaf bætist í legósafn þeirra og fer stofan bráðum að verða of lítil undir þetta ótrúlega áhugamál þeirra. 1.12.2021 15:31
Vilja ekki frétta það á Facebook hvort húsið þeirra verði fjarlægt Margir íbúar við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði óttast nú að hús þeirra verði rifin eða færð svo hægt sé að rýmka til fyrir borgarlínu. Þeir saka bæinn um algert samráðs- og tillitsleysi í málinu. 30.11.2021 20:30
Jólin verða blótuð undir berum himni Jólin verða blótuð undir berum himni af Ásatrúarmönnum í ár í glænýju hofi trúfélagsins. Þó hofið sé ekki alveg tilbúið enn verður það loksins tekið í notkun fyrir hátíðirnar eftir framkvæmdir sem hafa tafist um nokkur ár. 30.11.2021 07:00