Öll yfirkjörstjórnin með réttarstöðu sakbornings Öll yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna endurtalningarinnar. 15.10.2021 13:55
Aðsókn að gosstöðvunum aldrei verið minni Þeim fækkar ört sem vilja gera sér ferð að gosstöðvunum í Geldingadölum. Hraun hefur enda ekki sést koma upp úr gígnum í tæpar fjórar vikur, en það gerðist síðast þann 18. september. Áhöld eru uppi um hvort gosinu sé lokið eða hvort nú sé í gangi lengsta goshléið til þessa. 15.10.2021 09:11
Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15.10.2021 08:00
Ekki óhætt að fara að gígnum fyrr en nokkrum mánuðum eftir goslok Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Geldingadölum að mati jarðeðlisfræðings. Kvika hefur ekki komið upp úr gígnum í um fjórar vikur sem er lengsta hlé á virkninni síðan gosið hófst. 14.10.2021 19:01
Hlé á stjórnarmyndunarviðræðum í dag Formenn ríkisstjórnarflokkanna taka sér hlé frá stjórnarmyndunarviðræðum í dag en hittast aftur á morgun. Þetta staðfestir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fréttastofu. 14.10.2021 09:57
Loftslagsmál vega þungt í stjórnarmyndunarviðræðum Formenn ríkisstjórnarflokkanna funda áfram í dag og reyna að finna leiðir til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Framsókn og Vinstri græn leggja mikla áherslu á loftslagsmál á komandi kjörtímabili en sýn þeirra á málaflokkinn er enn ólík. 13.10.2021 13:22
Brotthvarf Birgis gæti kostað Miðflokkinn um fimm milljónir Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins myndi kosta flokkinn um fimm milljónir króna á kjörtímabilinu, ef miðað er við greiðslu sem hver þingflokkur fékk úr ríkissjóði fyrir hvern þingmann á síðasta kjörtímabili. 13.10.2021 09:00
Slökkvilið komst ekki inn götu fyrir lögðum bílum Dælubíll slökkviliðsins komst ekki inn götu sem hann hafði verið kallað út að nýlega vegna þess hvernig bílum við hana var lagt. Búið var að leggja bílum báðum megin götunnar og hún því orðin allt of þröng fyrir dælubíla. 13.10.2021 08:54
Ákærusvið skoðar kæru Karls Gauta Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar á niðurstöðu kosninganna er lokið og málið nú komið til ákærusviðs. 12.10.2021 15:05
Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12.10.2021 10:21