Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Loksins laus við gúmmí­dekk eftir tvö erfið ár

Dýralífsyfirvöld í Colorado-fylki í Bandaríkjunum segja að gúmmídekk sem hefur verið fast utan um háls skógarhjartar í tvö ár hafi loksins náðst af honum. Vandinn fólst ekki í að ná dekkinu af heldur að klófesta sjálfan hjörtinn sem hefur runnið úr greipum yfirvalda á svæðinu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Bryn­dís í upp­námi í dóm­sal: „Allt í einu var hún bara um­snúin“

Bryn­dís Schram, eigin­kona Jóns Bald­vins Hannibals­sonar, virtist vera í tals­verðu upp­námi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðs­sak­sóknara gegn Jóni Bald­vini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Car­menar Jóhanns­dóttur í matar­boði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018.

Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi

Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi.

Bretar í á­falli eftir inn­slag úr heimildaþáttum um Ísland

Við­brögð við fyrsta þætti bresku sjón­varps­stjörnunnar Alexanders Armstrong í nýrri heimilda­þátta­seríu hans um Ís­land hafa ekki látið á sér standa. Þar heim­sækir Alexander helstu túr­ista­staði landsins en það er Reður­safnið sem vekur helst at­hygli breskra á­horf­enda.

Rignir inn í öll herbergi á efstu hæð: „Þú keppir ekki við kára“

„Ég tek þessu bara af æðru­leysi og reyni að sjá spaugi­legu hliðarnar á þessu,“ segir Brynja Baldurs­dóttir lista­kona á Siglu­firði, sem missti í kvöld efsta lagið af þakinu á húsinu sínu, sem hún var ný­búin að láta skipta um, í stormi sem gengur yfir fjörðinn. Nú rignir beint inn á efstu hæðina hennar.

Síminn hefur ekki hætt að pípa síðan Kanye fylgdi honum

Vigni Daða Valtýssyni brá nokkuð þegar hann opnaði símann sinn í dag og sá að hann hafði eignast nýjan fylgjanda á samfélagsmiðlinum Instagram. Það var ein helsta fyrirmynd hans í lífinu og einn þekktasti listamaður heims, Kanye West.

Raf­­­magn komið á og upp­­tök bruna­­lyktar fundin

Raf­magn er komið aftur á í Vestur­bænum og víðast hvar í mið­bæ Reykja­víkur. Slökkvi­liðið telur að mikil bruna­lykt sem lagði yfir nokkuð stórt svæði við Póst­hús­stræti hafi komið frá gamalli vara­afls­stöð sem fór í gang þegar raf­magnið sló út.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um húsnæðisskort á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík.

Sjá meira