Ekki óhætt að fara að gígnum fyrr en nokkrum mánuðum eftir goslok Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. október 2021 19:01 Páll Einarsson er jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands. vísir/sigurjón Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Geldingadölum að mati jarðeðlisfræðings. Kvika hefur ekki komið upp úr gígnum í um fjórar vikur sem er lengsta hlé á virkninni síðan gosið hófst. „Vísbendingar eru um að eldgosinu sé lokið.“ Þetta stóð í færslu eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í dag og þar var einnig vísað í nýja grein á Vísindavefnum þar sem talað er um gosið sem „var“. Jarðeðlisfræðingur hjá háskólanum telur of snemmt gefa út slíkar yfirlýsingar enda hafi ekkert breyst á svæðinu á síðustu dögum. Heimspekilegar pælingar En hvenær er það þá orðið tímabært? Hvenær verður goshlé að goslokum? „Þetta er nánast heimspekileg umræða um það hvenær gos hefst og hvenær gosi lýkur," segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðeðlisfræði. „Og hvenær erum við að tala um eitt gos og hvenær erum við að tala um fleiri gos? Ef við skoðum þetta út frá öðru sjónarmiði þá má segja að þessu gosi hafi lokið 40 sinnum en það hefur byrjað 39 sinnum." Aðsóknin dregst hratt saman Aðsókn að gosstöðvunum hefur verið mikil og stöðug allt þar til virknin stöðvaðist, 18. september. Þangað fóru aðeins 793 á dag að meðaltali í þessum mánuði en þeir hafa aldrei verið færri frá því að gosið hófst. Einhverjir hafa þó viljað skoða nýja hruanið og sumir hafa gengið svo langt að klifra alveg upp á gígbarminn í góðri trú um að gosinu sé lokið. „Við erum að sjá alls konar hegðun við gosið. Hvort sem það er við gíginn eða hraunið. Við erum að sjá samskonar hegðun um allan heim, þetta er ekkert nýtt. Þannig að við segjum auðvitað bara nei við þessu þar til búið er að tryggja það að staðurinn sé eins öruggur og hægt er," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Jónas Guðmundsson (vinstri), verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, og Guðbrandur Örn Aarnarson (hægri), verkefnastjóri aðgerðamála. Vísir/sigurjón Þar er kollegi hans, Guðbrandur Örn Arnarson, honum sammála: „Ég er oft spurður að því hvort það sé í lagi að fara þarna og ég segi bara að ég myndi allavega ekki gera það," segir hann. „Svo er ekkert svakalega holt að fara að labba mikið á hrauninu. Því að hraunið er enn þá að afgasa sig." Aldrei of varlega farið En hvenær verður mönnum óhætt að rölta upp að gígnum? „Það er aldrei of varlega farið með svona hraun," segir Páll. „Og engin ástæða til að hvetja til að menn fari út á þetta fyrr en að einhverjum mánuðum liðnum." Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Náttúruhamfarir Reykjanesbær Almannavarnir Grindavík Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Vísbendingar eru um að eldgosinu sé lokið.“ Þetta stóð í færslu eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í dag og þar var einnig vísað í nýja grein á Vísindavefnum þar sem talað er um gosið sem „var“. Jarðeðlisfræðingur hjá háskólanum telur of snemmt gefa út slíkar yfirlýsingar enda hafi ekkert breyst á svæðinu á síðustu dögum. Heimspekilegar pælingar En hvenær er það þá orðið tímabært? Hvenær verður goshlé að goslokum? „Þetta er nánast heimspekileg umræða um það hvenær gos hefst og hvenær gosi lýkur," segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðeðlisfræði. „Og hvenær erum við að tala um eitt gos og hvenær erum við að tala um fleiri gos? Ef við skoðum þetta út frá öðru sjónarmiði þá má segja að þessu gosi hafi lokið 40 sinnum en það hefur byrjað 39 sinnum." Aðsóknin dregst hratt saman Aðsókn að gosstöðvunum hefur verið mikil og stöðug allt þar til virknin stöðvaðist, 18. september. Þangað fóru aðeins 793 á dag að meðaltali í þessum mánuði en þeir hafa aldrei verið færri frá því að gosið hófst. Einhverjir hafa þó viljað skoða nýja hruanið og sumir hafa gengið svo langt að klifra alveg upp á gígbarminn í góðri trú um að gosinu sé lokið. „Við erum að sjá alls konar hegðun við gosið. Hvort sem það er við gíginn eða hraunið. Við erum að sjá samskonar hegðun um allan heim, þetta er ekkert nýtt. Þannig að við segjum auðvitað bara nei við þessu þar til búið er að tryggja það að staðurinn sé eins öruggur og hægt er," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Jónas Guðmundsson (vinstri), verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, og Guðbrandur Örn Aarnarson (hægri), verkefnastjóri aðgerðamála. Vísir/sigurjón Þar er kollegi hans, Guðbrandur Örn Arnarson, honum sammála: „Ég er oft spurður að því hvort það sé í lagi að fara þarna og ég segi bara að ég myndi allavega ekki gera það," segir hann. „Svo er ekkert svakalega holt að fara að labba mikið á hrauninu. Því að hraunið er enn þá að afgasa sig." Aldrei of varlega farið En hvenær verður mönnum óhætt að rölta upp að gígnum? „Það er aldrei of varlega farið með svona hraun," segir Páll. „Og engin ástæða til að hvetja til að menn fari út á þetta fyrr en að einhverjum mánuðum liðnum."
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Náttúruhamfarir Reykjanesbær Almannavarnir Grindavík Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira