Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. október 2021 13:10 Dröfn Kærnested hjá embætti héraðssaksóknara. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðssaksóknari sagði að líta ætti til þess að Jón Baldvin væri með svo til hreint sakavottorð, fyrir utan sátt sem hann gekkst undir árið 2019 fyrir ölvunarakstur og brot á lögreglulögum, og tók nokkra fyrri dóma í svipuðum málum til hliðssónar við kröfu sína um fangelsisdóm. Carmen Jóhannsdóttir, sem sakar Jón Baldvin um að hafa strokið rass sinn utanklæða við matarborð á heimili hans á Spáni í júní 2018, gerir þá kröfu um eina milljón frá honum í miskabætur. Frásögnin breyst frá skýrslutöku Við lok aðalmeðferðarinnar í dag sagði héraðssaksóknari það hafa verið sannað, svo hægt væri að hafa það yfir allan vafa, að Jón Baldvin hefði gerst sekur um þetta brot. Þar taldi hún misræmi í framburði Jóns fyrir dómnum og því sem hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu vega þyngst. Framburður Jóns Baldvins í málinu breyttist í nokkrum atriðum frá því sem hann hélt fram í skýrslutöku hjá lögreglu; hann sagðist hafa setið annars staðar við borðið, taldi nú aðra hafa verið viðstadda annars vegar við matarborðið og sagði við lögreglu að Carmen hefði aldrei sest niður við borðið við lögreglu en breytti því í dag. Jón Baldvin (hægri) og lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson (vinstri) við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm Héraðssaksóknari sagði þá að einnig hefði verið misræmi í framburði Jóns Baldvins um það hvort byrjað hefði verið að drekka þegar atvikið átti sér stað og því hvort hann hefði setið eftir á torgi nokkru fyrr um daginn áður en hópurinn fór til baka heim til að borða. „Ákærði breytti framburði sínum um allt þetta hér fyrir dómi í dag,“ sagði saksóknarinn. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Héraðssaksóknari sagði að líta ætti til þess að Jón Baldvin væri með svo til hreint sakavottorð, fyrir utan sátt sem hann gekkst undir árið 2019 fyrir ölvunarakstur og brot á lögreglulögum, og tók nokkra fyrri dóma í svipuðum málum til hliðssónar við kröfu sína um fangelsisdóm. Carmen Jóhannsdóttir, sem sakar Jón Baldvin um að hafa strokið rass sinn utanklæða við matarborð á heimili hans á Spáni í júní 2018, gerir þá kröfu um eina milljón frá honum í miskabætur. Frásögnin breyst frá skýrslutöku Við lok aðalmeðferðarinnar í dag sagði héraðssaksóknari það hafa verið sannað, svo hægt væri að hafa það yfir allan vafa, að Jón Baldvin hefði gerst sekur um þetta brot. Þar taldi hún misræmi í framburði Jóns fyrir dómnum og því sem hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu vega þyngst. Framburður Jóns Baldvins í málinu breyttist í nokkrum atriðum frá því sem hann hélt fram í skýrslutöku hjá lögreglu; hann sagðist hafa setið annars staðar við borðið, taldi nú aðra hafa verið viðstadda annars vegar við matarborðið og sagði við lögreglu að Carmen hefði aldrei sest niður við borðið við lögreglu en breytti því í dag. Jón Baldvin (hægri) og lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson (vinstri) við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm Héraðssaksóknari sagði þá að einnig hefði verið misræmi í framburði Jóns Baldvins um það hvort byrjað hefði verið að drekka þegar atvikið átti sér stað og því hvort hann hefði setið eftir á torgi nokkru fyrr um daginn áður en hópurinn fór til baka heim til að borða. „Ákærði breytti framburði sínum um allt þetta hér fyrir dómi í dag,“ sagði saksóknarinn.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira