Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30.9.2021 11:31
Reyndu að taka refinn og koma honum í Húsdýragarðinn Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni. 30.9.2021 07:01
Svona virka innsigli á kjörkössum Innsigli á kjörkössum hafa verið til mikillar umræðu síðustu daga frá því að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, viðurkenndi í samtali við Vísi síðasta sunnudag að hann hefði ekki innsiglað atkvæði í kjördæminu eftir fyrstu talningu. 29.9.2021 15:38
Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29.9.2021 12:31
Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28.9.2021 17:11
Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28.9.2021 13:25
Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28.9.2021 10:27
Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. 26.9.2021 23:28
„Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. 26.9.2021 22:02
Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26.9.2021 21:23