Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­­þægi­­leg stemmning eftir að Ólafur sneri aftur

Ólafur Guð­munds­son, vara­borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, hefur tekið aftur sæti sem vara­maður í ráðum sem hann sat í hjá borginni áður en hann vék úr þeim í byrjun árs vegna um­mæla sem hann lét falla um skot­á­rás á fjöl­skyldu­bíl Dags B. Eggerts­sonar borgar­stjóra. Borgar­full­trúi Pírata furðar sig á þessu og segir það hafa verið ó­þægi­legt að sitja fund með Ólafi í morgun.

Grunaður um að hafa lokkað dreng upp í bíl og brotið á honum

Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa í ágúst lokkað fjórtán ára dreng upp í bílinn sinn og brotið á honum. Karlmaðurinn var handtekinn sama dag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Meðal gagna málsins eru samskipti í farsíma þar sem umræður eru af kynferðislegum toga.

Hlaupið náð há­marki sínu en á eftir að skila sér í byggð

Dregið hefur úr rennsli Skaft­ár við Sveins­tind og mælist það nú um 1.100 rúm­metrar á sekúndu miðað við há­marks­rennsli í gæt upp á um 1.500 rúm­metra á sekúndu. Hlaup­vatn á enn eftir að skila sér niður far­veg Skaft­ár og á­hrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós.

Greini­legt að kvika streymi enn úr eld­stöðinni

Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka.

Skilja ekkert í orðum Katrínar um Hvalár­virkjun

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að Hvalárvirkjun verði ekki að veruleika og segir framkvæmdina eins og hún líti út í dag umtalsvert stærri en þá sem var á teikniborðinu þegar hún var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar. Talsmenn VesturVerks skilja ekkert í orðum forsætisráðherrans.

Mið­­flokkurinn aldrei staðið tæpar

Mið­flokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi sam­kvæmt nýrri Maskínu­könnun sem gerð var fyrir frétta­stofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíal­istar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi.

Bjóða fram tvo eins Borisa til að stela at­kvæðum frá þeim rétta

Boris Vis­hn­ev­sky, rúss­neskur fram­bjóðandi stjórnar­and­stöðu­flokks, sakar stjórnina um kosninga­svindl í komandi borgar­stjórnar­kosningum í Péturs­borg. Þegar listi yfir fram­bjóð­endur var birtur síðasta sunnu­dag mátti finna á honum tvo aðra sem báru sama nafn og Vis­hn­ev­sky og voru skugga­lega líkir honum.

Sjá meira