Óþægileg stemmning eftir að Ólafur sneri aftur Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið aftur sæti sem varamaður í ráðum sem hann sat í hjá borginni áður en hann vék úr þeim í byrjun árs vegna ummæla sem hann lét falla um skotárás á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Borgarfulltrúi Pírata furðar sig á þessu og segir það hafa verið óþægilegt að sitja fund með Ólafi í morgun. 8.9.2021 14:27
Grunaður um að hafa lokkað dreng upp í bíl og brotið á honum Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa í ágúst lokkað fjórtán ára dreng upp í bílinn sinn og brotið á honum. Karlmaðurinn var handtekinn sama dag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Meðal gagna málsins eru samskipti í farsíma þar sem umræður eru af kynferðislegum toga. 8.9.2021 10:33
Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8.9.2021 09:48
Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8.9.2021 09:11
Halda vitnaleiðslur yfir starfsfólki Play vegna horfinna flugrekstrarhandbóka WOW Héraðsdómur Reykjaness hefur fallist á að halda vitnaleiðslur yfir fjórum einstaklingum tengdu flugfélaginu Play vegna meintrar óheimilar notkunar Play á flugrekstrarhandbókum WOW air. 8.9.2021 08:40
Skilja ekkert í orðum Katrínar um Hvalárvirkjun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að Hvalárvirkjun verði ekki að veruleika og segir framkvæmdina eins og hún líti út í dag umtalsvert stærri en þá sem var á teikniborðinu þegar hún var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar. Talsmenn VesturVerks skilja ekkert í orðum forsætisráðherrans. 8.9.2021 07:00
Birgir, Ásmundur og Þórhildur Sunna mættust í Kosningapallborðinu Reikna má með því að hart verði tekist á í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag þegar fulltrúar þriggja flokka sem bjóða fram til Alþingis koma saman. 7.9.2021 13:03
Miðflokkurinn aldrei staðið tæpar Miðflokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem gerð var fyrir fréttastofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíalistar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi. 7.9.2021 12:17
Bjóða fram tvo eins Borisa til að stela atkvæðum frá þeim rétta Boris Vishnevsky, rússneskur frambjóðandi stjórnarandstöðuflokks, sakar stjórnina um kosningasvindl í komandi borgarstjórnarkosningum í Pétursborg. Þegar listi yfir frambjóðendur var birtur síðasta sunnudag mátti finna á honum tvo aðra sem báru sama nafn og Vishnevsky og voru skuggalega líkir honum. 7.9.2021 08:54
Flokkar hefðu aðeins níu daga til að stilla upp listum eftir þingrof Ný kosningalög sem taka gildi á næsta ári gætu gert nýjum flokkum erfiðara fyrir að bjóða fram til þingkosninga. Ef þing yrði rofið hefðu flokkarnir ekki nema níu daga til að safna meðmælum og skila inn framboðslistum. 6.9.2021 19:22