Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Kári: Ekkert fokking væl

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, telur að það verði ekki um­flúið að halda svipuðum sam­komu­tak­mörkunum og nú eru í gildi næstu eitt til tvö árin. Hann er bjart­sýnn á að þjóðin haldi á­fram að tækla verk­efnið af krafti þó ­ljóst sé að það sé orðið ör­lítið lengra en menn höfðu vonast til í upp­hafi.

Icelandair eykur flug og bætir við á­fanga­stað

Icelandair hefur á­kveðið að bæta við flugi til þriggja á­fanga­staða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Or­lando í Flórída og Tenerife á Kanarí­eyjum. Þá bætist við nýr á­fanga­staður, skíða­borgin Salz­burg í Austurríki.

Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag

Stað­festum dauðs­föllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugar­dag fjölgaði mjög í dag. Opin­berar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað.

Fækkun legu­­rýma skýrist af betri tækni og þjónustu

Heil­brigðis­ráð­herra telur að fækkun legu­rýma á sjúkra­húsum landsins eigi sér eðli­legar skýringar. Aukin tækni í læknis­þjónustu og betri göngu­deildar­þjónusta hafi orðið til þess að minni þörf sé á legu­rýmum, líkt og víða í heiminum og í ná­granna­löndum okkar.

Ekkert verður af Color Run í ár

Ákveðið hefur verið að fresta Litahlaupinu, The Color Run, sem átti að fara fram þann 28. ágúst næstkomandi fram til næsta sumars vegna samkomutakmarkana. Vonast er til að hægt verði að halda hlaupið samkomutakmarkanalaust í júní á næsta ári.

Allir þrír um borð taldir af eftir flug­slys í Rúss­landi

Talið er að allir þrír sem voru um borð í til­rauna­flugi rússneskrar herflugvélar hafi látist þegar hún hrapaði til jarðar á höfuðborgarsvæði Moskvu í dag. At­vikið náðist á mynd­band sem má sjá hér neðar í fréttinni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Utanríkisráðherra segir í forgangi að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan. Ríkisstjórnin mun funda á morgun vegna stöðunnar.

Sjá meira