Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Utanríkisráðherra segir í forgangi að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan. Ríkisstjórnin mun funda á morgun vegna stöðunnar.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við formann hjálparsamtakanna Solaris sem skorar á íslensk stjórnvöld að taka á móti afgönsku flóttafólki.

Samtök atvinnulífsins segja tíma til kominn að skoða nýjar leiðir þegar kemur að sóttkví barna. Skólarnir eru ekki hafnir en samt eru hundruð barna í sóttkví og gætu endurteknar kröfur þar um haft lamandi áhrif á samfélagið þegar skólarnir hefjast.

Lögmaður öryrkjabandalagsins krefst þess að þörfum barna með sérþarfir verði mætt í grunnskólum. Hann segir mannréttindabrot framin í skólunum og að málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig skoðum við nýjan þjálfunarhermi lögreglunnar og hittum fjórtán ára strák sem sinnir slátturstörfum á Selfossi og þeysist á milli garða á vespu með sláttuvél í kerru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×