Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1.8.2021 07:17
Fólk í sóttkví fær ekki að dvelja á farsóttarhúsum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að breyta reglugerð sinni um farsóttarhús þannig að húsin verði aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Samningaviðræður eru einnig í gangi um að koma tveimur nýjum farsóttarhúsum á laggirnar. 31.7.2021 17:41
Einn lagður inn á spítala með Covid-19 Einn var lagður inn á Landspítalann með Covid-19 í gær og eru nú samtals tíu Covid-sjúklingar inniliggjandi á spítalanum, þar af tveir á gjörgæslu. 31.7.2021 14:49
Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31.7.2021 13:56
Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. 31.7.2021 12:17
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við ítarlega um faraldur kórónuveirunnar en aldrei hafa fleiri greinst smitaðir á einum degi. Ómögulegt er fyrir smitrakningarteymi að hringja í alla sem þurfa í sóttkví. 31.7.2021 12:00
Aldrei fleiri greinst á einum degi: 145 greindust innanlands Í gær greindust 145 einstaklingar með Covid-19 innanlands. Aldrei hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. 31.7.2021 10:56
Skattinum gert að afhenda skýrslur Trumps Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur skipað skattayfirvöldum að afhenda þingnefnd skattskýrslur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa reynt að fá gögnin afhent um árabil í gegn um dómskerfið án árangurs. 31.7.2021 10:43
Allir heimilismenn virðast hafa sloppið við smit Enginn heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Ási greindist smitaður af kórónuveirunni í skimun sem var gerð á þeim í gær. Starfsmaður hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna fyrr í vikunni. 31.7.2021 09:53
Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“ Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju. 31.7.2021 09:28