Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Keppa við Evrópubúa í iðn- og verkgreinum

Ellefu Íslendingar taka nú þátt í Euroskills, sem er Evrópumót iðn-, verk- og tæknigreina sem fer fram í Gdansk í Póllandi þessa dagana. Mótið er haldið annað hvert ár en aldrei hafa fleiri Íslendingar tekið þátt.

Fengu loks leyfi til að fara úr eyðimörkinni

Hátíðargestir Burning Man í eyðimörkinni í Nevada í Bandaríkjunum fengu í gær loksins leyfi til að fara frá hátíðarsvæðinu eftir að hafa setið þar fastir vegna rigninga. Eyðimörkin breyttist í leðju vegna rigningarinnar og var ómögulegt að keyra venjulegum bílum af hátíðarsvæðinu.

Flóð á eftir eldum í Grikklandi

Eftir langvarandi þurrka og umfangsmikla gróður- og skógarelda er rigningin nú að leika Grikki grátt. Minnst einn er látinn vegna mikilla rigninga og hefur flætt víða um vestanvert og mitt Grikkland. Þá er eins manns saknað en hann mun hafa orðið fyrir skyndiflóði.

Sam­keppni, út­lendinga­mál, Borgar­lína og hval­veiðar

Fyrsti gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi í dag verður Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hann ætlar að rökstyðja ákvörðun eftirlitsins að sekta Samskip um 4,3 milljarða króna vegna brota á samkeppnislögum.

Var látinn þegar náðist til hans

Gangnamaður sem slasaðist í Eyjafirði í gær var látinn þegar björgunarsveitarfólk komst að honum hátt í hlíðum Hagárdals, inn í Eyjafirði. Erfiðlega gekk að komast til mannsins og var ekki hægt að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna sviptivinda.

Fannst rænulítill við hlið rafhlaupahjóls

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem lá með skerta meðvitund við hlið rafhlaupahjóls í miðbænum. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en í dagbók lögreglunnar segir að þar hafi mest verið um að ræða aðstoðarbeiðnir, tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir.

Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu

Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum.

Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum

Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð.

Sjá meira