Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman

Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar.

Starfsemi sendiráðsins lögð niður í dag

Starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu verður lögð niður í dag. Verkefni ráðuneytisins, sem hefur einnig verið með fyrirsvar gagnvart Armeníu, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóvu, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan færast yfir á utanríkisráðuneytið.

Náða Suu Kyi af nokkrum brotum

Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Búrma eða Mjanmar, hefur verið náðuð í fimm af þeim nítján málum sem herstjórn ríkisins hefur sakfellt hana í. Á undanförnum árum hefur hún ítrekað verið dæmd fyrir ýmis brot en í heildina hefur hún verið dæmd í 33 ára fangelsi.

Enn gerðar drónaárásir í Moskvu

Yfirvöld í Rússlandi segja dróna hafa hæft byggingu í Moskvu, tveimur dögum eftir að annar dróni hæfði sömu byggingu. Úkraínumenn virðast vera að auka framleiðslu á eigin drónum sem hægt er að nota til árása í Rússlandi.

Þoka víða um land: Hafa ekki séð til gossins í nótt

Víða um land er lágskýjað og þoka og er lítill vindur á landinu. Flestar mælistöðvar Veðurstofu Íslands sýna minna en fjóra metra á sekúndu. Líklega mun þó birta til í dag og er von á skúrum og þá sérstaklega síðdegis.

Franskur ofurhugi féll af háhýsi í Hong Kong

Franskur ofurhugi féll af háhýsi í Hong Kong á föstudaginn er hann var að klifra utan á húsinu. Remi Lucidi hefur klifið byggingar víða um heim á undanförnum mánuðum en hann er talinn hafa dáið er hann féll frá 68. hæð.

Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn

Forsvarsmenn samtaka sem vakta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum segja að þeim hafi borist hótunarbréf frá lögmönnum X Corp, áður Twitter. Í bréfinu segja lögmenn X Corp að samtökin The Center for Countering Digital Hate (CCDH) séu að reyna að skaða samfélagsmiðilinn sem nú heitir X og hóta þeir að höfða mál gegn samtökunum.

Hitinn í methæðum í mánuð

Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt.

Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands

Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum.

Sjá meira