Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna

Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu.

Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar

Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni.

Tveir handteknir fyrir njósnir í Svíþjóð

Svíar hafa handtekið tvo grunaða njósnara. Hinir meintu njósnarar voru handteknir í Stokkhólmi en annar þeirra er grunaður um njósnir gegn bæði Svíþjóð og öðru landi. Hinn er grunaður um að aðstoða þann fyrri við hinar meintu njósnir.

Spila Warzone 2 í fyrsta skipti

Strákarnir í GameTíví munu prófa Warzone 2 í fyrsta skipti í streymi kvöldsins. Í þeim leik munu þeir fara til al Mazrah og etja kappi við aðra spilara.

Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson

Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu.

Önnur Bob-skipti hjá Disney

Stjórn Disney tilkynnti í gær að Bob Chapek, forstjóra, hefði verið sagt upp störfum. Í stað hans yrði Bob Iger, fyrrverandi forstjóri og fyrrverandi stjórnarformaður, ráðinn aftur til starfa.

Uppgjöf varð að blóðbaði

Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina.

Bein útsending: Flogið upp að tunglinu

Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar.

Mannskæður skjálfti í Indónesíu

Minnst 46 eru sagðir hafa dáið og minnst sjö hundruð eru slasaðir eftir að sterkur skjálfti skók eyjuna Jövu í Indónesíu í morgun. Tugir bygginga munu hafa skemmst í skjálftanum og íbúar Jakarta, höfuðborgar Indónesíu flúðu út á götu í massavís.

Yfirtaka: Áhorfendur ráða förinni hjá Kaldarion

Kaldarion ætlar að taka yfir Twitch-síðu GameTíví í dag og spila leikinn Detroit: Become Human. Það ætlar hann að gera með áhorfendum sem geta kosið um ákvarðanir sem teknar eru í leiknum. 

Sjá meira