Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Endurgera fyrsta leikinn í Unreal 5

Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins CD Projekt Red tilkynntu í dag að eitt af mörgum verkefnum sem starfsmenn fyrirtækisins vinna að er að endurgera fyrsta leikinn í þríleiknum um skrímslaveiðimanninn Geralt frá Rivia. Leikurinn verður endurgerður frá grunni í Unreal 5.

Skutu á mótmælendur við leiði Amini

Vitni segja öryggissveitir í Íran hafa skotið á syrgjendur sem komið höfðu saman við gröf Masha Jina Amini í dag. Þar hafði fólk komið saman vegna þess að fjörutíu dagar eru liðnir síðan hún dó í haldi lögreglunnar.

Reyna að lifa af og spila með áhorfendum

Stelpurnar í Queens ætla að verja kvöldinu í undarlegum heimum og reyna að deyja ekki úr hungri þar. Þá munu þær einnig spila jackbox leiki með áhorfendum.

Vildi ekki binda sig við ríkisstjórastólinn

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, vill ekki heita því að sitja heilt kjörtímabil sem ríkisstjóri, nái hann endurkjöri í kosningunum í næsta mánuði. Charlie Crist, mótframbjóðandi hans, gagnrýndi ríkisstjórann í kappræðum þeirra í gær og sagði hann ekki hafa áhuga til að sinna embættinu áfram. Öll hans athygli beindist að mögulegu forsetaframboði.

Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu

Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína.

„Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins

Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu.

GameTíví spilar með áhorfendum

Strákarnir í GameTíví og Benni úr Sandkassanum ætla að spila skemmtilega leiki með áhorfendum sínum í kvöld. Þeir leikir eru Fall guys, Golf with your friends og Warzone.

Skuld­ir Twitt­er stig­magn­ast við yf­ir­tök­u Musks

Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna.

Sjá meira