Sandkassinn og Flati spila LOL Strákarnir í Sandkassanum ætla að kíkja á hinn vinsæla leik League of Legends. Þeir munu fá hann Flata úr Flatadeildinni til að leiða þá í gegnum leikinn. 16.1.2022 19:31
Áfall að vera enn á þeim stað að loka börum Stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri segir hertar samkomutakmarkanir mikið áfall. Þrátt fyrir umfangsmiklar bólusetningar virtust Íslendingar á sama stað og áður. 14.1.2022 23:35
Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14.1.2022 22:42
Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu í dag Rússa um að hafa sent sérstaka sveit hermanna til Úkraínu. Þeirra verk sé að skapa tilefni fyrir Rússa til að gera innrás í Úkraínu. Samhliða því eigir yfirvöld Rússlands í áróðursherferð sem ætlað sé að koma sök á mögulegum átökum á Úkraínumenn. 14.1.2022 22:31
Kennarar ósáttir við Katrínu Stjórn Kennarasambands Íslands er gagnrýnin á ummæli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, frá því í dag um skólastarf og konur í vinnu. Þá segir stjórnin ummæli Katrínar um að frá upphafi faraldurs kórónuveirunnar hafi alltaf staðið til að halda skólum opnum séu röng. 14.1.2022 20:17
Einstöku „Íslandshjóli“ stolið af miklum Íslandsvini Hjóli ofurhugans og ljósmyndarans Chris Burkard var stolið úr íbúð hans í Reykjavík í dag. Gluggi var spenntur upp á íbúð hans og það eina sem innbrotsþjófurinn tók var hjól sem var sér hannað fyrir Ísland. Einungis tvö svona hjól eru til. 14.1.2022 18:25
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Einar hörðustu aðgerðir frá upphafi kórónuveirufaraldursins taka gildi á miðnætti. Aðeins tíu manns mega koma saman. Sóttvarnalæknir vildi þó ganga lengra. Við förum yfir aðgerðirnar í fréttatímanum okkar á samtengdum Rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30. 14.1.2022 18:01
Vegfarandi stöðvaði ofurölvi ökumann Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um rásandi aksturlag og mögulegan ölvunarakstur. Sá sem lét lögregluna vita stoppaði sjálfur akstur ökumannsins er hann stoppaði á rauðu ljósi. 14.1.2022 17:36
Viðræður strand og Rússar skoða hernaðaraðgerðir Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands, varaði við því í dag að hætta væri á stríði í Evrópu. Viðræður milli Bandaríkjamanna, Atlantshafsbandalagsins og Rússa um spennuna við landamæri Rússlands og Úkraínu hafa engum árangri skilað og Rússar segjast vera að skoða mögulegar hernaðaraðgerðir. 13.1.2022 23:08
Ákærðir fyrstir fyrir uppreisn vegna árásarinnar á þingið Stofnandi og leiðtogi hægri-öfgasamtakanna Oath Keepers hefur verið handtekinn og ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Auk Stewart Rhodes hafa minnst tíu aðrir meðlimir og félagar samtakanna verið handteknir. 13.1.2022 22:01