Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Threads að­gengi­legt á Ís­landi

Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, hafa gert samskiptaforritið Threads aðgengilegt víða í Evrópu og þar á meðal á Íslandi. Enn sem komið er virðist forritið aðeins aðgengilegt í tölvum og í símum Apple.

Enginn friður fyrr en mark­miðum Pútíns er náð

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi.

Varar við hruni hjálpar­starfs á Gasa­ströndinni

Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar.

Föru­neyti Pingsins: Barist í Baldur's Gate

Föruneyti Pingsins heldur ferð sinni um Sverðsströndina áfram í kvöld. Um er að ræða nýjan þátt hjá GameTíví þar sem þau Marín, Aðalsteinn, Arnar og Melína spila sig í gegnum Baldur's Gate 3.

„Þau björguðu bók­staf­lega lífi mínu“

Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, mætti ekki á fund eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þess í stað hélt hann blaðamannafund fyrir utan þinghúsið þar sem hann sakaði þingmenn Repúblikanaflokksins um að óheiðarleika.

Dæla sjó í göng Hamas

Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau.

Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka

Leyniþjónustur Bandaríkjanna áætla að um þrettán þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í áhlaupum Rússa í austurhluta Úkraínu frá því í október og þá sérstaklega áhlaupinu á bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Þá hafi Rússar misst rúmlega 220 skrið- og bryndreka á þessu tímabili.

Hætta rekstri nokkrum dögum eftir út­gáfu umdeilds leiks

Framleiðendur hins umdeilda leiks, The Day Before, hafa hætt rekstri innan við viku eftir að leikurinn var gefinn út. Fyrirtækið var í kjölfar útgáfunnar sakað um að svindla á fólki og segja ósatt um leikinn í gegnum árin.

Sjá meira