Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. Hefur það leitt til áhyggja vegna framgöngu Rússa í Úkraínu og aukinni ógn frá þeim, samhliða því að Bandaríkin virðast færast nær einangrunarstefnu. Sambærilegar áhyggjur eru á kreiki í Asíu. Rúmlega hundrað háttsettir þinmenn á Evrópuþinginu sendu bréf til Bandaríkjanna á þriðjudaginn þar sem þeir báðu bandaríska þingmenn um að samþykkja frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Í frétt Reuters segir að undir bréfið hafi skrifað þingmenn frá minnst sautján ríkjum Evrópu. Þar á meðal Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Póllandi og Írlandi. Í bréfinu segja þingmennirnir að Bandaríkjamenn hafi um árabil gagnrýnt Evrópu réttilega fyrir að taka ekki næga ábyrgð á eigin öryggi. Þeir segja fjárveitingar til varnarmála á uppleið en segja að amerískan stuðning enn vera mikilvægan. The letter in full. The signatories also make the point that the US is not alone in helping Ukraine, and that Europeans are finally spending more and taking more responsibility for their security, as they had been urged to do by previous US administrations. pic.twitter.com/Brw1K0zKvx— Michel Rose (@MichelReuters) December 12, 2023 Hafa lengi vanrækt vopnabúr sín Þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra átti breski herinn um 150 skriðdreka sem virkuðu sem skildi og rétt rúmlega tíu stórskotaliðsvopn, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þrátt fyrir að Bretar verji mest allra ríkja Evrópu í varnarmál á ári stóð til að sækja hergögn á söfn í Bretlandi, gera þau upp og senda svo til Úkraínu en hætt var við þá áætlun. Franski herinn átti á sama tíma um níutíu stórskotaliðsvopn en það er svipað og Rússar hafa misst á mánuði í stríðinu í Úkraínu. Danir áttu ekki eitt stórskotaliðsvopn né loftvarnarkerfi og þýski herinn átti næg skotfæri fyrir um það bil tveggja daga orrustur. Samkvæmt reglum Atlantshafsbandalagins eiga aðildarríki að verja minnst tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála en fá aðildarríki hafa gert það í gegnum árin. Af samanlögðum fjárveitingum NATO-ríkjanna í fyrra áttu Bandaríkjamenn um sjötíu prósent, samkvæmt frétt WSJ. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi NATO harðlega þegar hann var forseti og viðraði hann reglulega þá skoðun sína að Bandaríkin yrðu dregin úr NATO. Sjá einnig: Trump ræddi ítrekað um að draga Bandaríkin úr NATO Pólitískir leiðtogar og herforingjar Evrópu segja heimsálfunni ekki stafa ógn af Rússum til skamms tíma, þar sem þeir eru fastir í kostnaðarsömu stríði í Úkraínu. Takist Rússum hins vegar að sigra Úkraínumenn efast ráðamenn ekki um það að þeir geti byggt upp herafla sinn að nýju á nokkrum árum, samkvæmt WSJ. Í kjölfar þess geti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ógnað öðrum ríkjum og þar á meðal Eystrasaltsríkjunum, sem eru í NATO. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi framkvæmdastjóri NATO sagði að þó efnahagslegur máttur NATO væri mun meiri en máttur Rússa og bandamanna þeirra, væru þeir síðarnefndu að framleiða mun meira af hergögnum en þeir fyrrnefndu. „Úkraína á í þreytistríði (e. war of attrition) og ef við förum ekki að taka framleiðslu skotfæra almennilega, mun hættan á stríðið koma nær okkur en áður,“ sagði Rasmussen. Evrópa fer að sjá til botns Þó Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi heitið áframhaldandi stuðningi við Úkraínu, hefur ekki tekist að samþykkja slíka aðstoð á bandaríska þinginu. Andstæða Repúblikana við aðstoð handa Úkraínumönnum virðist hafa aukist og nýtt forsetaframboð Donalds Trump hefur aukið á áhyggjur ráðamanna í Evrópu um frekari einangrun Bandaríkjanna. Ráðamenn í Frakklandi og Þýskalandi, auk annarra ríkja, hafa sagst ætla í töluverða hernaðaruppbyggingu á komandi árum. Óljóst er hvaðan vopnin munu koma. Pólverjar vinna einnig að mikilli hernaðaruppbyggingu og eru að kaupa mikið magn vopna frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Þeir eru til að mynda að kaupa Abrams skriðdreka og F-35 orrustuþotur frá Bandaríkjunum og skriðdreka og stórskotaliðsvopn frá Suður-Kóreu. Geta Evrópu til að framleiða hergögn til uppbyggingar og skotfæri handa Úkraínumönnum er takmörkuð. Þegar Bandaríkjamenn fóru í það að auka framleiðslu eftir innrás Rússa drógu ráðamenn í Evópu fæturnar. Lítið hefur verið gert til að auka framleiðslu. Sjá einnig: Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Ólíklegt er að ríki Evrópu geti staðið við loforð sín um skotfærasendingar til Úkraínu, þar sem framleiðslugetan er ekki til staðar og ráðamenn segja birgðir af skornum skammti. Hollenski aðmírállinn Rob Bauer sagði nýverið að Evrópa gæti bráðum séð til botns í skotfæratunnu heimsálfunnar, varðandi það hvað hægt sé að senda til Úkraínu. Evrópa hefur hingað til sent Úkraínumönnum um þriðjung af þeim milljón sprengikúlum sem til stóð að senda fyrir síðasta sumar. Til samanburðar má benda á að talið er að Norður-Kórea hafi sent Rússum rúmlega milljón sprengikúlur. Heitir því að fylla upp í skarðið Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði um helgina að fjárlagakrísa þýska ríkisins myndi ekki stöðva stuðning Þýskalands við Úkraínu. Hann hét áframhaldandi aðstoð, þó stríðinu myndi ekki ljúka í bráð. Í ræðu á fundi Jafnaðarmannaflokksins (SPD) um helgina sagði Scholz að Rússar hefðu með innrásinni í Úkraínu breytt öryggisaðstæðum Evrópu og gera þyrfti ráðamönnum í Rússlandi ljóst að ekki mætti breyta landamærum heimsálfunnar með valdi. Hann hét því að ef aðrir bakhjarlar Úkraínu gæfu eftir, myndi Þjóðverjar fylla upp í skarðið. Sjá einnig: Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum Samkvæmt frétt DW var seinna fundinum samþykkt ályktun um að stefna SPD í garð Rússlands á árum áður hefði verið mistök. Það hefðu verið mistök að ætla að nánara viðskiptasamband myndi ýta undir sterkara lýðræði í Rússlandi og þetta hafi leitt til þess að Þýskaland hafi orðið of háð Rússlandi. Hve mikið Þjóðverjar geta aukið aðstoð sína handa Úkraínumönnum er óljóst. Áðurnefnd fjárlagakrísa mun til að mynda líklega leiða til niðurskurðar í Þýskalandi á næsta ári. Eins og mörg önnur ríki Evrópu er Þýska ríkið einnig að kljást við samdrátt í hagvexti, sífellt eldri þjóð og mikla andstöðu við niðurskurð í velferðarmálum. Hagkerfið sagt sýna merki ofhitnunar Hergagnaiðnaður Rússlands er á yfirsnúningi og þá hefur ríkið keypt vopn og skotfæri frá Íran og Norður-Kóreu. Samkvæmt nýlega samþykktum fjárlögum er búist við umfangsmiklum fjárútlátum til varnarmála og hergagnaframleiðslu á næstu árum. Sjá einnig: Rússar herða sultarólina Verðbólga hefur þó aukist hratt í Rússlandi og verðlag þar með en samkvæmt nýlegri grein Economist óttast forsvarsmenn Seðlabanka Rússlands að missa tök á henni. Stýrivextir voru nýlega hækkaðir um tvö prósentustig, sem var tvöfalt meira en búist var við. Economist segir hagkerfi Rússlands sýni merki ofhitunar. Sérstaklega þegar litið sé til verð á þjónustu innan Rússlands. Allt frá lögfræðikostnaði til þess að fara út að borða hefur hækkað mjög og þá hefur verðið fyrir nótt á Carlton hótelinu í Moskvu, sem áður hét Ritz-Carlton, rúmlega tvöfaldast. Í grein Economist segir að það bendi til þess að verðbóglan sé heimagerð og margt sem valdi henni megi rekja til innrásarinnar í Úkraínu. Þýskur hermaður á æfingu NATO í Litháen fyrr á þessu ári.EPA/VALDA KALNINA Þar á meðal eru gífurleg útlát til varnarmála, hækkanir á velferðargreiðslum og bónusar sem fjölskyldur látinna hermanna fá, en þær geta samsvarað allt að þrjátíu ára meðallaunum. Tölur úr fjármálaráðuneyti Rússlands gefa til kynna að ríkið sé að dæla allt að fimm prósentum af vergri landsframleiðslu Rússlands inn í hagkerfið en það er mun meira en gert var á tímum faraldus Covid-19. Eftirspurn í Rússlandi hefur aukist til muna á mörgum sviðum hagkerfisins en framboð hefur dregist saman. Atvinnuleysi er undir þremur prósentum og laun eru að hækka um fimmtán prósent á ári. Allt þetta hefur leitt til hækkunar á hráefnum og vinnuafli, sem forsvarsmenn fyrirtækja færa yfir á neytendur. Einnig áhyggjur í Asíu Það eru ekki einungis bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu sem hafa áhyggjur af því að Bandaríkin virðast færast nær einangrunarstefnu. Svipaða sögu er að segja frá Asíu, þar sem yfirvöld í Japan ætla í talsverða hernaðaruppbyggingu og hafa ráðamenn þar sett markmiðið á að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála á næstu árum. Sjá einnig: Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Áhyggjur Japana má að miklu leiti rekja til aukinnar spennu í Austur-Asíu í tengslum við Kína og tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans, sem og til vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa einnig áhyggjur sem rekja má til nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Kannanir hafa sýnt fram á að sífellt stærri hluti þjóðar Suður-Kóreu eru hlynntur því að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn, til móts við vopn Norður-Kóreu. Óttast er að Bandaríkjamenn muni ekki standa við stóru orðin og koma Suður-Kóreu til aðstoðar, verði gerð árás á ríkið úr norðri og þá jafnvel kjarnorkuárás. Eins og sagt var í nýlegri frétt AP fréttaveitunnar óttast Suður-Kóreumenn að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Milli sjötíu og áttatíu prósent íbúa Suður-Kóreu vilja að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Þýskaland Bandaríkin Rússland Bretland Frakkland Danmörk NATO Japan Suður-Kórea Norður-Kórea Fréttaskýringar Tengdar fréttir Telja þúsundir Rússsa hafa fallið við Avdívka Leyniþjónustur Bandaríkjanna áætla að um þrettán þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í áhlaupum Rússa í austurhluta Úkraínu frá því í október og þá sérstaklega áhlaupinu á bætinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Þá hafi Rússar misst rúmlega 220 skrið- og bryndreka á þessu tímabili. 12. desember 2023 17:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent
Hefur það leitt til áhyggja vegna framgöngu Rússa í Úkraínu og aukinni ógn frá þeim, samhliða því að Bandaríkin virðast færast nær einangrunarstefnu. Sambærilegar áhyggjur eru á kreiki í Asíu. Rúmlega hundrað háttsettir þinmenn á Evrópuþinginu sendu bréf til Bandaríkjanna á þriðjudaginn þar sem þeir báðu bandaríska þingmenn um að samþykkja frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Í frétt Reuters segir að undir bréfið hafi skrifað þingmenn frá minnst sautján ríkjum Evrópu. Þar á meðal Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Póllandi og Írlandi. Í bréfinu segja þingmennirnir að Bandaríkjamenn hafi um árabil gagnrýnt Evrópu réttilega fyrir að taka ekki næga ábyrgð á eigin öryggi. Þeir segja fjárveitingar til varnarmála á uppleið en segja að amerískan stuðning enn vera mikilvægan. The letter in full. The signatories also make the point that the US is not alone in helping Ukraine, and that Europeans are finally spending more and taking more responsibility for their security, as they had been urged to do by previous US administrations. pic.twitter.com/Brw1K0zKvx— Michel Rose (@MichelReuters) December 12, 2023 Hafa lengi vanrækt vopnabúr sín Þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra átti breski herinn um 150 skriðdreka sem virkuðu sem skildi og rétt rúmlega tíu stórskotaliðsvopn, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þrátt fyrir að Bretar verji mest allra ríkja Evrópu í varnarmál á ári stóð til að sækja hergögn á söfn í Bretlandi, gera þau upp og senda svo til Úkraínu en hætt var við þá áætlun. Franski herinn átti á sama tíma um níutíu stórskotaliðsvopn en það er svipað og Rússar hafa misst á mánuði í stríðinu í Úkraínu. Danir áttu ekki eitt stórskotaliðsvopn né loftvarnarkerfi og þýski herinn átti næg skotfæri fyrir um það bil tveggja daga orrustur. Samkvæmt reglum Atlantshafsbandalagins eiga aðildarríki að verja minnst tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála en fá aðildarríki hafa gert það í gegnum árin. Af samanlögðum fjárveitingum NATO-ríkjanna í fyrra áttu Bandaríkjamenn um sjötíu prósent, samkvæmt frétt WSJ. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi NATO harðlega þegar hann var forseti og viðraði hann reglulega þá skoðun sína að Bandaríkin yrðu dregin úr NATO. Sjá einnig: Trump ræddi ítrekað um að draga Bandaríkin úr NATO Pólitískir leiðtogar og herforingjar Evrópu segja heimsálfunni ekki stafa ógn af Rússum til skamms tíma, þar sem þeir eru fastir í kostnaðarsömu stríði í Úkraínu. Takist Rússum hins vegar að sigra Úkraínumenn efast ráðamenn ekki um það að þeir geti byggt upp herafla sinn að nýju á nokkrum árum, samkvæmt WSJ. Í kjölfar þess geti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ógnað öðrum ríkjum og þar á meðal Eystrasaltsríkjunum, sem eru í NATO. Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi framkvæmdastjóri NATO sagði að þó efnahagslegur máttur NATO væri mun meiri en máttur Rússa og bandamanna þeirra, væru þeir síðarnefndu að framleiða mun meira af hergögnum en þeir fyrrnefndu. „Úkraína á í þreytistríði (e. war of attrition) og ef við förum ekki að taka framleiðslu skotfæra almennilega, mun hættan á stríðið koma nær okkur en áður,“ sagði Rasmussen. Evrópa fer að sjá til botns Þó Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi heitið áframhaldandi stuðningi við Úkraínu, hefur ekki tekist að samþykkja slíka aðstoð á bandaríska þinginu. Andstæða Repúblikana við aðstoð handa Úkraínumönnum virðist hafa aukist og nýtt forsetaframboð Donalds Trump hefur aukið á áhyggjur ráðamanna í Evrópu um frekari einangrun Bandaríkjanna. Ráðamenn í Frakklandi og Þýskalandi, auk annarra ríkja, hafa sagst ætla í töluverða hernaðaruppbyggingu á komandi árum. Óljóst er hvaðan vopnin munu koma. Pólverjar vinna einnig að mikilli hernaðaruppbyggingu og eru að kaupa mikið magn vopna frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Þeir eru til að mynda að kaupa Abrams skriðdreka og F-35 orrustuþotur frá Bandaríkjunum og skriðdreka og stórskotaliðsvopn frá Suður-Kóreu. Geta Evrópu til að framleiða hergögn til uppbyggingar og skotfæri handa Úkraínumönnum er takmörkuð. Þegar Bandaríkjamenn fóru í það að auka framleiðslu eftir innrás Rússa drógu ráðamenn í Evópu fæturnar. Lítið hefur verið gert til að auka framleiðslu. Sjá einnig: Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Ólíklegt er að ríki Evrópu geti staðið við loforð sín um skotfærasendingar til Úkraínu, þar sem framleiðslugetan er ekki til staðar og ráðamenn segja birgðir af skornum skammti. Hollenski aðmírállinn Rob Bauer sagði nýverið að Evrópa gæti bráðum séð til botns í skotfæratunnu heimsálfunnar, varðandi það hvað hægt sé að senda til Úkraínu. Evrópa hefur hingað til sent Úkraínumönnum um þriðjung af þeim milljón sprengikúlum sem til stóð að senda fyrir síðasta sumar. Til samanburðar má benda á að talið er að Norður-Kórea hafi sent Rússum rúmlega milljón sprengikúlur. Heitir því að fylla upp í skarðið Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði um helgina að fjárlagakrísa þýska ríkisins myndi ekki stöðva stuðning Þýskalands við Úkraínu. Hann hét áframhaldandi aðstoð, þó stríðinu myndi ekki ljúka í bráð. Í ræðu á fundi Jafnaðarmannaflokksins (SPD) um helgina sagði Scholz að Rússar hefðu með innrásinni í Úkraínu breytt öryggisaðstæðum Evrópu og gera þyrfti ráðamönnum í Rússlandi ljóst að ekki mætti breyta landamærum heimsálfunnar með valdi. Hann hét því að ef aðrir bakhjarlar Úkraínu gæfu eftir, myndi Þjóðverjar fylla upp í skarðið. Sjá einnig: Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum Samkvæmt frétt DW var seinna fundinum samþykkt ályktun um að stefna SPD í garð Rússlands á árum áður hefði verið mistök. Það hefðu verið mistök að ætla að nánara viðskiptasamband myndi ýta undir sterkara lýðræði í Rússlandi og þetta hafi leitt til þess að Þýskaland hafi orðið of háð Rússlandi. Hve mikið Þjóðverjar geta aukið aðstoð sína handa Úkraínumönnum er óljóst. Áðurnefnd fjárlagakrísa mun til að mynda líklega leiða til niðurskurðar í Þýskalandi á næsta ári. Eins og mörg önnur ríki Evrópu er Þýska ríkið einnig að kljást við samdrátt í hagvexti, sífellt eldri þjóð og mikla andstöðu við niðurskurð í velferðarmálum. Hagkerfið sagt sýna merki ofhitnunar Hergagnaiðnaður Rússlands er á yfirsnúningi og þá hefur ríkið keypt vopn og skotfæri frá Íran og Norður-Kóreu. Samkvæmt nýlega samþykktum fjárlögum er búist við umfangsmiklum fjárútlátum til varnarmála og hergagnaframleiðslu á næstu árum. Sjá einnig: Rússar herða sultarólina Verðbólga hefur þó aukist hratt í Rússlandi og verðlag þar með en samkvæmt nýlegri grein Economist óttast forsvarsmenn Seðlabanka Rússlands að missa tök á henni. Stýrivextir voru nýlega hækkaðir um tvö prósentustig, sem var tvöfalt meira en búist var við. Economist segir hagkerfi Rússlands sýni merki ofhitunar. Sérstaklega þegar litið sé til verð á þjónustu innan Rússlands. Allt frá lögfræðikostnaði til þess að fara út að borða hefur hækkað mjög og þá hefur verðið fyrir nótt á Carlton hótelinu í Moskvu, sem áður hét Ritz-Carlton, rúmlega tvöfaldast. Í grein Economist segir að það bendi til þess að verðbóglan sé heimagerð og margt sem valdi henni megi rekja til innrásarinnar í Úkraínu. Þýskur hermaður á æfingu NATO í Litháen fyrr á þessu ári.EPA/VALDA KALNINA Þar á meðal eru gífurleg útlát til varnarmála, hækkanir á velferðargreiðslum og bónusar sem fjölskyldur látinna hermanna fá, en þær geta samsvarað allt að þrjátíu ára meðallaunum. Tölur úr fjármálaráðuneyti Rússlands gefa til kynna að ríkið sé að dæla allt að fimm prósentum af vergri landsframleiðslu Rússlands inn í hagkerfið en það er mun meira en gert var á tímum faraldus Covid-19. Eftirspurn í Rússlandi hefur aukist til muna á mörgum sviðum hagkerfisins en framboð hefur dregist saman. Atvinnuleysi er undir þremur prósentum og laun eru að hækka um fimmtán prósent á ári. Allt þetta hefur leitt til hækkunar á hráefnum og vinnuafli, sem forsvarsmenn fyrirtækja færa yfir á neytendur. Einnig áhyggjur í Asíu Það eru ekki einungis bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu sem hafa áhyggjur af því að Bandaríkin virðast færast nær einangrunarstefnu. Svipaða sögu er að segja frá Asíu, þar sem yfirvöld í Japan ætla í talsverða hernaðaruppbyggingu og hafa ráðamenn þar sett markmiðið á að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála á næstu árum. Sjá einnig: Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Áhyggjur Japana má að miklu leiti rekja til aukinnar spennu í Austur-Asíu í tengslum við Kína og tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans, sem og til vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Suður-Kóreu hafa einnig áhyggjur sem rekja má til nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Kannanir hafa sýnt fram á að sífellt stærri hluti þjóðar Suður-Kóreu eru hlynntur því að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn, til móts við vopn Norður-Kóreu. Óttast er að Bandaríkjamenn muni ekki standa við stóru orðin og koma Suður-Kóreu til aðstoðar, verði gerð árás á ríkið úr norðri og þá jafnvel kjarnorkuárás. Eins og sagt var í nýlegri frétt AP fréttaveitunnar óttast Suður-Kóreumenn að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Milli sjötíu og áttatíu prósent íbúa Suður-Kóreu vilja að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar.
Telja þúsundir Rússsa hafa fallið við Avdívka Leyniþjónustur Bandaríkjanna áætla að um þrettán þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í áhlaupum Rússa í austurhluta Úkraínu frá því í október og þá sérstaklega áhlaupinu á bætinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Þá hafi Rússar misst rúmlega 220 skrið- og bryndreka á þessu tímabili. 12. desember 2023 17:05