Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hver átti sprengjuna?

Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum.

Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan

Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag.

Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári

Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta.

Vaktin: Ísraelar leyfa takmarkaða birgðaflutninga til Gasa

Ísraelsmenn segja samtökin Íslamskt jíhad bera ábyrgð á harmleiknum á al Ahli Arab sjúkrahúsinu á Gasa í gærkvöldi en um hafi verið að ræða eldflaugaskot sem mistókst með þeim afleiðingum að hluti flaugarinnar eða brotajárn lenti á sjúkrahúsinu.

Ver fúlgum fjár í lögmenn

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum.

„Þið getið tekið við þeim“

Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru.

Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta

Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki.

Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir

Úkraínumenn segjast hafa grandað minnst níu herþyrlum Rússa, loftvarnarkerfi, skotfærum og öðrum hergögnum í árásum á tvo flugvelli í nótt. Rússneskir herbloggarar segja árásirnar meðal þeirra alvarlegustu sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu.

Pútín staddur í Kína

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum.

Spider-Man 2: Stærri og í senn betri Spider-Man

Spider-Man 2 tekst einhvern veginn að vera bæði stærri og betri en fyrri leikurinn, sem er mjög sjaldgæft meðal framhaldsleikja. Þetta er meðal betri leikjum sem ég hef spilað. 

Sjá meira