Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Pútín staddur í Kína

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum.

Spider-Man 2: Stærri og í senn betri Spider-Man

Spider-Man 2 tekst einhvern veginn að vera bæði stærri og betri en fyrri leikurinn, sem er mjög sjaldgæft meðal framhaldsleikja. Þetta er meðal betri leikjum sem ég hef spilað. 

Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu.

Meintur „Bítill ISIS“ gengst við hryðjuverkastarfsemi

Maður sem grunaður er um að hafa verið einn af „Bítlum Íslamska ríkisins“, hefur játað aðild að hryðjuverkastarfsemi fyrir dómi í Bretlandi. Aine Leslie Davis játaði í morgun að hafa borið skotvopn í hryðjuverkatilgangi og gekkst hann einnig við tveimur ákærum um að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi.

Martraðarástand í Súdan og níu þúsund fallnir

Allt að níu þúsund manns hafa fallið á undanförnum sex mánuðum í Súdan og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mannúðarástandinu við martröð. Aðstæður almennings í Súdan hafa versnað til muna á undanförnum mánuðum.

Forza Motorsport: Strangheiðarlegur kappakstursleikur

Forza Motorsport er þrusufínn kappakstursleikur þar sem hægt er að upplifa æsispennandi kappakstra, bæði í einspilun og fjölspilun. Þetta er hægt að upplifa á raunverulegum bílum, hvort sem það eru rándýrir kappakstursbílar eða hefðbundnir götubílar.

Eldur kviknaði í bíl

Eldur kviknaði í bíl við gatnamót Bústaðavegar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík í kvöld. Engin slys urðu á fólki en bílinn var á ferðinni þegar eldurinn kviknaði.

Reyna að umkringja úkraínska hermenn

Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til.

Banaslys á buggybíl á Skógaheiði

Eldri maður lést í dag eftir slys á Skógaheiði, norðan við Skógafoss á Suðurlandi. Lögreglunni barst tilkynning um slysið á fjórða tímanum í dag en það varð við notkun buggybíls.

Sjá meira