Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Víkingar gerðu Valsmönnum tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson sem að sögn formanns knattspyrnudeildar Vals var svo óraunhæft að menn litu á það sem grín. 23.11.2024 11:29
Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Knattspyrnustjórinn Ian Holloway, sem tók við Swindon Town á Englandi í október, telur að slæmt gengi liðsins gæti verið vegna þess að reimt sé á æfingavelli liðsins. 23.11.2024 11:02
Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað eiga Cristiano Ronaldo, Andrea Pirlo, Zlatan Ibrahimovic og Albert Guðmundsson sameiginlegt? Að minnsta kosti það að hafa allir verið tilnefndir sem leikmaður ársins í ítölsku A-deildinni í fótbolta. 23.11.2024 10:17
Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Nú þegar styttist í Alþingiskosningar bað Vísir stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu að svara því hver stefna þeirra væri varðandi stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum. Á morgun birtast svör þeirra varðandi stefnu í málefnum þjóðarleikvanga. 23.11.2024 09:30
Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, mun ekki geta spilað að nýju fyrr en næsta vor en þá verður eitt og hálft ár liðið síðan að hann sleit krossband í hné. 22.11.2024 12:33
Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Kósovó í umspilinu um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. 22.11.2024 11:18
„Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Bretar unnu afar óvæntan endurkomusigur gegn hinni miklu körfuboltaþjóð Grikkjum í gærkvöld, 73-72, í undankeppni EM karla í körfubolta. Þjálfari Grikklands spyr sig hvernig liðið eigi að komast á EM ef það geti ekki notað landsliðsmennina sína. 22.11.2024 10:00
Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski samþykkti árið 2012 að ganga til liðs við Manchester United en á endanum hafnaði þáverandi félag hans, Dortmund, tilboði United. 22.11.2024 09:00
Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Í efstu tveimur deildum karla í körfubolta er mikill fjöldi erlendra leikmanna. Eitt lið sker sig þó úr en það er KV, venslalið KR í Vesturbænum, sem eingöngu er skipað Íslendingum og hefur staðið sig afar vel á sinni fyrstu leiktíð í 1. deildinni. 22.11.2024 08:30
Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Ég veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun,“ sagði borðtenniskappinn Truls Möregårdh eftir að hafa misst stjórn á sér í örstutta stund í sænsku einvígi á lokamóti heimsmótaraðarinnar í Japan. 22.11.2024 08:01