Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum Áhugafólk um Bónus-deild karla í körfubolta getur mætt og gert sér glaðan dag í Minigarðinum í kvöld en þar verður fyrri hluti deildarinnar gerður upp með skemmtilegum hætti, í Bónus Körfuboltakvöldi. 20.12.2024 09:31
Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Mathias Pogba hlaut í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir að kúga fé af yngri bróður sínum, franska fótboltamanninum Paul Pogba. 19.12.2024 15:37
Anton kveður sem sundmaður ársins og Snæfríður best fimmta árið í röð Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee eru sundfólk ársins 2024, en þetta tilkynnti Sundsamband Íslands í dag. 19.12.2024 15:13
Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Thelma Dís Ágústsdóttir og Tryggvi Snær Hlinason hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2024 af KKÍ. Þau hljóta nú nafnbótina í fyrsta sinn. 19.12.2024 14:55
Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir það í raun fínt að Ómar Ingi Magnússon sé ekki „spurningamerki“ fyrir heimsmeistaramótið í næsta mánuði. Meiðsli hans séu þannig að Snorri þurfti strax að finna leiðir til að spila án Ómars. 19.12.2024 14:43
Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í dag hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramót karla í handbolta í næsta mánuði. 19.12.2024 14:07
Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa Víkingar þurfa stig gegn LASK í Austurríki í kvöld til þess að þurfa ekki að treysta á nein önnur úrslit, í lokaumferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta. Þeir eiga þó ágæta von um að komast á næsta stig keppninnar. 19.12.2024 12:47
Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Nú er orðið ljóst hver mun aka fyrir Red Bull liðið ásamt heimsmeistaranum Max Verstappen, eftir að ákveðið var að reka Sergio Perez. 19.12.2024 09:28
„Vissi hvað ég var að fara út í“ Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir fólki að hafa ekki áhyggjur af sér, eftir að hann var rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk í gær þrátt fyrir að hafa reynst algjör bjargvættur á síðustu leiktíð. 18.12.2024 15:47
Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Eftir fullkomið lokaár sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta er Þórir Hergeirsson að sjálfsögðu tilnefndur sem þjálfari ársins í norsku íþróttalífi. 18.12.2024 15:03