„Við þurfum að sýna ríkisstjórninni að við erum komin með nóg“ Rapparinn Herra Hnetusmjör hefur undanfarið gengið fram fyrir skjöldu á Instagram sem talsmaður þess að loka landinu til þess að varna kórónuveirunni vegar inn í landið. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í gær. 7.4.2021 11:07
Vilja nýja lagasetningu strax Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að Alþingi komi saman án tafar til þess að ráðast í lagasetningu sem rennir stoðum undir nauðsynlegar sóttvarnir á landamærunum. Það felur í sér að kalla þarf þingmenn heim úr páskafríi. 7.4.2021 10:00
Baulan til leigu Skeljungur hf. hefur auglýst Bauluna í Borgarfirði til leigu eftir að síðustu rekstraraðilar hættu þar veitingarekstri fyrr á árinu. Það er lítið um ferðamenn á svæðinu eins og er en talsmaður Skeljungs segir að félagið stefni á að koma húsnæðinu í leigu fyrir sumarið. 6.4.2021 17:18
Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. 6.4.2021 11:14