Minnkandi virkni í gígnum bendi til gosloka á næstunni Á myndum sem teknar voru í morgun í drónaflugi Almannavarna sést að virkni í gígnum við Sýlingarfell fer minnkandi. 21.6.2024 15:34
„Það er heilmikil kæling af þessu“ Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli. 21.6.2024 15:14
Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21.6.2024 13:46
Spilafíklar geti lokað á fjárhættuspil hjá Indó Sparisjóðurinn Indó býður nú viðskiptavinum sínum að loka á fjárhættuspil. Þau sem kjósi að virkja lokunina muni ekki geta notað debetkortið sitt á veðmála- og fjárhættuspilavefsíðum né á flestum sölustöðum spilakassa. 21.6.2024 11:42
Vilja loka fyrir umferð um Ráðhústorgið á sumrin Eigandi kaffihúss á Ráðhústorginu á Akureyri berst fyrir því að torgið verði lokað fyrir bílaumferð í bænum yfir sumarið. Hann heldur reglulega vel heppnaða viðburði á torginu en segir erfitt að þurfa sífellt að sækja um leyfi fyrir lokun svo hægt sé að halda viðburði á torginu. Bæjarfulltrúi segist tilbúin að samþykkja tillögu um að loka fyrir umferð um torgið á sumrin. 21.6.2024 11:11
Dúxinn Max er „tölvuleikjanörd“ og mætti á öll böllin Max Forster er dúx Menntaskólans á Akureyri þetta árið með einkunnina 9,83. Auk þessa merka áfanga mætti hann samviskusamlega á viðburði sem félagslíf MA hafði upp á að bjóða og stundaði bæði tölvuleiki og frisbígolf í frítíma sínum. 19.6.2024 17:11
Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Maður sem áður starfaði fyrir alræmda veitingamanninn Quang Le hefur opnað nýjan veitingastað í húsnæði sem áður hýsti veitingastað í eigu Le. Hann bauð fyrrverandi starfsfólki Le sem ekki hafði fengið vinnu eftir að stöðum hans var lokað, starf hjá veitingastaðnum. 19.6.2024 16:12
Sprautuðu duftmálningu á Stonehenge Mótmælendur frá samtökunum Just Stop Oil sprautuðu duftmálningu á mannvirkið Stonehenge í Bretlandi fyrr í dag. 19.6.2024 14:10
Lengja gæsluvarðhald vegna stunguárásar í Súðavík Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um að hafa stungið mann í Súðavík í síðustu viku. 19.6.2024 13:19
Fjöldi Reykvíkinga með kynhlutlausa skráningu tvöföldaðist milli ára Fjöldi Reykvíkinga með hlutlausa kynskráningu tvöfaldaðist milli áranna 2022 og 2023. Þá hækkaði hlutfall innflytjenda af íbúafjölda í Reykjavík á tímabilinu 1996 til 2023 úr 2,6 prósent í 25 prósent. 19.6.2024 13:06