Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. 20.11.2024 16:39
Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum Lögreglan í Noregi hefur farið fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Mariusi Borg Høiby, stjúpsyni Hákonar krónprins. Høiby var handtekinn á mánudagskvöld en tvær nauðganir eru nú til rannsóknar í máli hans. 20.11.2024 16:10
Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Bandaríska leikkonan Chloë Grace Moretz, sem þekktust er fyrir leik sinn í kvikmyndunum Kick-Ass og Let Me In, stökk út úr skápnum þegar hún lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á Instagram. 4.11.2024 00:07
Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir fokið í flest skjól ef orð hennar um víkkun vaxtarmarka í viðtali í Bítinu teljist sem stjórnvaldsákvörðun. Beiðni um færslu vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið formlega inn á borð borgarstjórnar. 3.11.2024 22:51
Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3.11.2024 20:42
Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Hönnunarverslunin Snúran kveður íslenska fagurkerabransann innan tíðar en tíu ár eru síðan verslunin opnaði. Eigandi Snúrunnar kveðst ætla að snúa sér að öðru. 3.11.2024 20:24
„Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Skrifstofustjóri Sósíalistaflokksins segir að frambjóðendurnir þrír sem fengu framboð sín á lista flokksins ógild hafi lagt sig alla fram við að skila inn staðfestingu á samþykki með lögmætum hætti. Knappur tími og tæknileg vandræði hafi valdið því að samþykki þeirra fékkst ekki staðfest. 3.11.2024 19:23
Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3.11.2024 16:59
Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Úrskurðarfundur landskjörstjórnar um gildi framboða í kosningunum til Alþingis fer fram í Þjóðminjasafninu í dag klukkan þrjú. Fundinum verður streymt á Vísi. 3.11.2024 14:01
Vekja athygli á bágri stöðu nepalskra kvenna með fjallgöngu Hópur íslenskra og nepalskra fjallgöngukvenna gengu á dögunum upp á tindinn Lobuche í Himalayafjöllum til að vekja athygli á stöðu kvenna í Nepal og í fjallgöngugeiranum. Lobuche er rúmlega sex þúsund metra hár. 2.11.2024 23:37