Þrír flokkar vilja kjósa um áframhaldandi ESB-viðræður fyrir árslok Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður lögð fram á Alþingi í dag en þingfundur hófst núna klukkan þrjú. 21.3.2022 15:32
Má ekki yfirgefa háskólasvæðið nema í brýnni neyð vegna Covid Heilu hverfunum í stórborgum Kína hefur verið lokað af vegna ómíkron bylgju sem ríður yfir landið og ógnar markmiðum um að koma algjörlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Íslensk kona í Shanghai má ekki yfirgefa háskólasvæðið nema í brýnni neyð og segir engan í kringum sig hafa smitast af covid. 21.3.2022 10:34
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og að Pútín eigi ekki möguleika á að vinna stríðið. 18.3.2022 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forseti Úkraínu biðlar til Vesturlanda að auka hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við landið. Rússar væru að reisa múr á milli frjálsra þjóða og ófrjálsra í Evrópu sem stækki með hverjum degi sem líði í stríðinu. Fjallað verður ítarlega um stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 17.3.2022 18:01
Stefnir í metár í komum skemmtiferðaskipa Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík í dag og verður við höfuðborgina í þrjá daga. 17.3.2022 16:20
Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot. 17.3.2022 11:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nú þegar þrjár vikur eru liðnar frá innrás Rússa í Úkraínu hefur mannfallið, eyðileggingin og hryllingurinn hvergi verið meiri en í hafnarborginni Mariupol. Þar hafa rúmlega fjögur hundruð þúsund manns verið innikróaðir nánast frá upphafi stríðsins, sætt stöðugum loftárásum og nú vofir hungurvofan yfir íbúunum. 16.3.2022 18:01
Katrín segir það hafa verið mjög áhrifamikið að heyra beint í Selenskí Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í Lundúnum í dag með leiðtogum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja, Bretlands og Hollands sem mynda Sameiginlegu viðbragðssveitina (e. Joint Expeditionary Force) um stöðuna í Úkraínu. 15.3.2022 17:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna lauk án niðurstöðu í dag en verður haldið áfram á morgun. Flóttaleið opnaðist loks út úr Mariupol í dag, þar sem íbúar hafa búið við hryllilegar aðstæður dögum saman. Mannfall varð í loftárás Rússa í Kænugarði í morgun. 14.3.2022 18:00
Segja stjórnleysi einkenna rekstur borgarinnar sem hafi verið rekin með Vísa-kortinu Óhætt er að segja að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi verið harðlega gagnrýndur í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í borginni tókust á. 1.3.2022 20:00