Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. 2.11.2021 18:08
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2.11.2021 12:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum. 28.10.2021 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Um sex hundruð starfsmenn Landspítalans eru enn óbólusettir og til skoðunar gæti komið að meina þeim sem ekki hafa fyrir því gilda ástæðu að mæta til vinnu. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga réttlætingu fyrir því að tíu prósent starfsmenna spítalans séu óbólusettir. Málið sé grafalvarlegt. 27.10.2021 18:00
Fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði og kortleggja búsetu fólks Fulltrúar slökkviliðs munu á næstu mánuðum fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og kortleggja búsetu fólks. Ráðist er í verkefnið í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg og slökkviliðsstjóri segir markmiðið að tryggja öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. 27.10.2021 11:59
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sóttvarnalæknir telur að endurskoða geti þurft áform um allsherjarafléttingu ef innlögnum fjölgar mjög á sjúkrahúsum vegna Covid-19. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar telja að framvindan undanfarna daga gefi ekki tilefni til þess að breyta um stefnu. 26.10.2021 18:00
Þórólfur: Mögulegt að endurskoða þurfi afléttingar Áttatíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur mögulegt að endurskoða þurfi áætlanir um afléttingar. 26.10.2021 12:13
Lögregla segir ekki hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögn Lögreglan á Vesturlandi getur ekki fullyrt út frá upptökum úr öryggismyndavélum hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. Á upptökum sést fólk ganga inn og út úr salnum eftir að fyrri talningu lauk. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem fréttastofa hefur undir höndum. 20.10.2021 14:17
Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20.10.2021 12:01
Krónprinsinn með þétta dagskrá og kynnir sér græna orku á Íslandi Friðrik krónprins Danmerkur segir samband Íslands og Danmerkur á sviði orkumála mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar. Þétt dagskrá er fram undan hjá krónprinsinum í dag sem mun kynna sér sjálfbærar orkulausnir í Íslandsheimsókn sinni. 13.10.2021 12:18