Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Anton vill tæpar 600 milljónir fyrir nýja einbýlið

Anton Kristinn Þórarinsson hefur sett verðmiða á risastórt einbýlishús sem hann hefur verið með í smíðum á Arnarnesinu undanfarin ár. Anton Kristinn vill 590 milljónir króna fyrir húsið en fasteignamat þess er upp á 258 milljónir króna. Húsið er það langdýrasta til sölu á Íslandi um þessar mundir.

Aron og Rita nefna soninn

Aron Pálmarsson handboltakappi og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og kærastan hans Rita Stevens eignuðust dreng 25. nóvember síðastliðinn. Syninum var gefið nafnið Lúkas Logi á dögunum.

Hönnunarparadís Gabríelu og Björns til sölu

Við Hvassaleiti í Reykjavík er afar glæsilegt 245 fermetra raðhús á þremur hæðum. Húsið var byggt árið 1961 og hannað af Gunnari Hanssyni arkitekt. Ásett verð er 175 milljónir.

Álf­hildur selur sjarmerandi útsýnisperlu í Vestur­bænum

Álfhildur Ösp Reynisdóttir læknir ogt tveggja barna móðir hefur sett sjarmerandi íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Eignin á þriðju hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi með stórbrotnu útsýni til suðvesturs og norður. Ásett verð er 73,9 milljónir.

Tekur and­lega vel­líðan fram yfir skoðanir annarra

Áhrifavaldurinn og dansarinn Ástrós Traustadóttir hefur lagt línurnar fyrir árið með persónulegri markmiðasetningu. Hún birti lista á samfélagsmiðli sínum þar sem andleg vellíðan og persónulegar áskoranir eru í forgrunni.

Glamúr, glæsikerra og einkaþota á Bessa­staði

Fegurðar- og ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir lýsir yfir framboði til forseta Íslands, líkt og fjöldi þjóðþekktra Íslendinga síðstliðna daga. Sem nýkjörinn forseti myndi Ásdís klæða Bessastaði í glamúrgallann með nýrri glæsikerru, nýjustu tísku og förðunarteymi.

Góm­sætar og grænar upp­skriftir

Veganúar hófst formlega í gærkvöldi í tíunda sinn. Samtök grænkera standa fyrir átakinu sem varir allan janúarmánuð með því markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Egill og Íris Freyja eiga von á barni

Íris Freyja Salguero fyrirsæta og Egill Halldórsson, eigandi Górilla vöruhúss og Wake up Reykjavík, eiga von á sínu fyrsta barni. Parið greindi frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Sjá meira