Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23.10.2018 13:45
Veiking krónunnar endurspeglar lakari væntingar Aðalástæða fyrir veikingu krónunnar að undaförnu er endurmat á efnahagshorfunum á Íslandi en væntingar benda til þess að hægja muni á hjólum atvinnulífsins á næstunni. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. 19.10.2018 18:30
Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. 18.10.2018 20:15
Hæstiréttur ógilti sjálfskuldarábyrgð móður í prófmáli Hæstiréttur Íslands felld í dag úr gildi sjálfskuldarábyrgð móður vegna námslána dóttur hennar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. 18.10.2018 15:50
Vísbendingar um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. 17.10.2018 19:45
Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17.10.2018 17:30
Ólafur Ragnar: Framtíð Íslands best borgið utan ESB Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir erfitt að sjá að nokkur geti fært fram sannfærandi rök fyrir því af hverju Íslendingar ættu að ganga í Evrópusambandið. 17.10.2018 10:00
Raus í kommentakerfum verður ekki lengur refsivert Færri tilvik munu falla undir hatursáróður í almennum hegningarlögum ef tillögur nefndar forsætisráðherra um tjáningarfrelsi ná fram að ganga og lögreglan mun ekki þurfa að ákæra fyrir raus í kommentakerfum. Þá leggur nefndin til alveg nýtt ákvæði um ærumeiðingar og rýmra tjáningarfrelsi fyrir opinbera starfsmenn. 15.10.2018 17:00
Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12.10.2018 16:30
Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. 8.10.2018 18:30