Telja alþjóðlega kreppu ósennilega í bráð Sérfræðingar hjá stærstu hugveitum Bandaríkjanna á sviði efnahagsmála telja aðra alþjóðlega kreppu ósennilega í bráð. Adam Tooze prófessor í sagnfræði við Columbia-háskóla og höfundur nýrrar bókar um kreppuna tekur undir þetta. 7.10.2018 23:37
„Maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi“ Nokkrir þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa sett sig í samband við hann og beðist afsökunar. Hann segist sjálfur hafa sett þetta mál fyrir aftan sig og ætlar ekki að burðast með það meira. 4.10.2018 15:15
Tíu ár frá hruni: Áróður og hjarðhugsun í Icesave-málinu Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir að margvíslega lærdóma megi draga af Icesave-málinu. Umræða um málið hafi einkennst af hjarðhugsun bæði á vettvangi stjórnmála og fræðasamfélagsins. Hann segir að mikilvægasti lærdómurinn sé að treysta eigi þjóðinni fyrir stórum og erfiðum málum. 2.10.2018 09:30
Tíu ár frá hruni: Neyðarlögin voru fordæmalaus á heimsvísu en björguðu Íslandi Neyðarlögin sem Alþingi samþykkti 6. október 2008 voru fordæmalaus lagasetning á heimsvísu en með því fékk Fjármálaeftirlitið víðtækar heimildir til að taka yfir starfsemi bankanna og skipta þeim upp i gamla og nýja banka. Þá fengu innistæður forgang fram yfir aðrar kröfur. 30.9.2018 18:30
Tíu ár frá hruni: Þjóðnýtingin á Glitni sem aldrei varð að veruleika Á þessum degi fyrir sléttum tíu árum var tilkynnt um kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni banka fyrir 84 milljarða króna. Af kaupunum varð þó aldrei og Glitnir rétt eins og hinir stóru bankarnir var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og fór í kjölfarið í slitameðferð. 29.9.2018 17:30
Tíu ár frá hruni: Lánuðu öllum Norðurlandaþjóðunum nema Íslandi Í aðdraganda hrunsins 2008 leitaði Seðlabanki Íslands eftir aðstoð frá Seðlabanka Bandaríkjanna til að styrkja gjaldeyrisforða íslenska ríkisins í þeim ólgusjó sem var framundan en var ítrekað neitað. Á sama tíma fengu seðlabankar allra hinna Norðurlandanna slík lán. 28.9.2018 18:00
Tíu ár frá hruni: Fall bankanna var þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar Á árunum upp úr síðustu aldamótum uxu íslensku bankarnir hratt með samrunum og yfirtökum erlendis. Þegar bankarnir féllu í október 2008 voru þeir orðnir tíu sinnum landsframleiðsla Íslands. 27.9.2018 16:00
Adam Tooze: Mistök að láta Lehman Brothers falla Í dag eru tíu ár frá falli Lehman Brothers fjárfestingarbankans en fall bankans var vendipunktur í alþjóðlegu fjármálakrepunni 2008. Höfundur nýrrar bókar um kreppuna telur að það hafi verið mistök að láta bankann falla. 15.9.2018 14:30
Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ 7.9.2018 21:00
Wow Air býst við 96% betri afkomu á síðari helmingi ársins Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. 31.8.2018 17:30