Aðgerðir gangi vel miðað við aðstæður: Sérsveit og sextíu björgunarsveitarmenn við leit Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður. 26.8.2024 11:41
Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25.8.2024 16:01
Umfangsmikið viðbragð vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar til vegna slyss á eða við Breiðamerkurjökul. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi, að þyrlurnar hafi verið kallaðar út á mesta forgangi. 25.8.2024 15:24
Átti leið hjá fyrir tilviljun og tókst að endurlífga stúlkuna Ryan Cocuera, 32 ára hjúkrunarfræðingur á taugadeild Landspítalans, var á leiðinni heim með fjölskyldunni sinni á Menningarnótt í gær þegar hann kom að stúlku sem lá í blóði sínu á Skúlagötu eftir hnífstunguárás. 25.8.2024 15:05
Ekki gott fyrir ríkisstjórn að takast á í fjölmiðlum „Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“ 25.8.2024 14:43
Ósátt að Kolbrún birti bréfið í hennar óþökk Ásta Þ. Skjaldal Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, oddvita Flokk fólksins í Reykjavík, hafa birt bréf hennar til forseta borgarstjórnar um framkomu Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi í hennar óþökk. 25.8.2024 12:01
Segir framkomu Hjálmars á fundi merki um ofbeldismenningu „Á umhverfis og skipulagsráðsfundi [...] veittist borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson, að fjarverandi borgarfulltrúa Flokks fólksins, Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttur, á einstaklega rætinn og ómaklegan hátt og tel ég að með orðum sínum hafi hann brotið siðareglur kjörinna fulltrúa [...] auk þess sem ég tel orð hans vera aðför að lýðræði borgarbúa.“ 25.8.2024 10:22
Ólafur Ragnar ávítar breskan fjölmiðil Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, ávítaði breska fjölmiðilinn GB News fyrir fréttaflutning sinn af eldgosinu á Reykjanesskaga. Þrátt fyrir eldgosið segir Ólafur að Ísland sé öruggara en götur Lundúna. 24.8.2024 17:14
Kviknaði í rútu við akstur á Ólafsfjarðarvegi Ólafsvegi, norðan við Hvamm, hefur verið lokað tímabundið eftir að eldur kom upp í rútu. Lukkulega var ökumaðurinn einn í ökutækinu þegar að eldur kom upp og náði að koma sér undan ómeiddur. 24.8.2024 16:13
Lögreglan kölluð til eftir að Íslendingur var „með kjaft“ Lögreglan var kölluð til við Reykjanesbrautina í dag eftir að Íslendingur hafði verið með skæting og dónaskap við björgunarsveitarfólk sem starfar þar í umboði lögreglunnar á Suðurnesjum við að stjórna umferð og tryggja öryggi við gosstöðvarnar. 24.8.2024 15:52