Brotthvarf Katrínar hafi verið dauðadómur samstarfsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 17:44 Inga Sæland, formaður Flokk fólksins. Vísir/Arnar „Upphafið að þessu öllu saman var þegar að Katrín labbaði frá þeim. Það var eiginlega dauðadómur þessarar ríkisstjórnar. Það eru allt aðrar áherslur sem koma með þessum nýja formanni Vinstri grænna. Hún með sín þrjú prósent heldur virkilega að hún sé með dagskrávaldið og ætlar að ákveða kosningar og ég veit ekki hvað og hvað.“ Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í samtali við Vísi um ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og leggja fyrir hana tillögu um þingrof. 150 prósent tilbúin fyrir kosningar Hún segir ákvörðunina hafa teiknast upp alveg eins og hafi verið fyrirséð í þó nokkurn tíma. Hún segir ríkisstjórnina ekki hafa átt neina von síðan að Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins á dögunum. Inga kveðst ánægð með ákvörðun Bjarna sem hafi verið það eina í stöðunni. „Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta var eina spilið sem hann átti uppi í erminni til þess að standa í fæturnar og sýna djörfung og dug. Það var að taka ábyrgð. Hans fylgi er líka að fjara út eins og þú veist.“ Hún segir að um stuttan fyrirvara sé að ræða fyrir kosningar en tekur fram að Flokkur fólksins sé tilbúinn í kosningabaráttu. „Ég er miklu meira en ánægð með þessa ákvörðun því það eina sem er í boði núna er að kjósendur fái að koma að borðinu. Þjóðin fái að segja sína skoðun og taka ákvörðun um hverjir eigi að taka við stjórnartaumunum. Ég fæddist tilbúin til að takast á við þessi verkefni og ég hlakka til að gera það. Við erum 150 prósent tilbúin og við fæddumst tilbúin.“ „Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta“ Inga gagnrýnir formann Vinstri Grænna og segir niðurstöðuna ekki geta komið Svandísi á óvart. Svandís sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún hafi ekki talið þingrof næst á dagskrá og að hún væri hugsi vegna þessa. „Það er engin samstarfsviðleitni og enginn samstarfsvilji hjá nýkjörnum formanni Vinstri grænna. Það var athyglisvert þegar hún kom fram og sagði að þetta kom henni á óvart. Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta, þú ert að uppskera nákvæmlega því sem þú sáðir, ágæta Svandís Svavarsdóttir.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í samtali við Vísi um ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og leggja fyrir hana tillögu um þingrof. 150 prósent tilbúin fyrir kosningar Hún segir ákvörðunina hafa teiknast upp alveg eins og hafi verið fyrirséð í þó nokkurn tíma. Hún segir ríkisstjórnina ekki hafa átt neina von síðan að Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins á dögunum. Inga kveðst ánægð með ákvörðun Bjarna sem hafi verið það eina í stöðunni. „Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta var eina spilið sem hann átti uppi í erminni til þess að standa í fæturnar og sýna djörfung og dug. Það var að taka ábyrgð. Hans fylgi er líka að fjara út eins og þú veist.“ Hún segir að um stuttan fyrirvara sé að ræða fyrir kosningar en tekur fram að Flokkur fólksins sé tilbúinn í kosningabaráttu. „Ég er miklu meira en ánægð með þessa ákvörðun því það eina sem er í boði núna er að kjósendur fái að koma að borðinu. Þjóðin fái að segja sína skoðun og taka ákvörðun um hverjir eigi að taka við stjórnartaumunum. Ég fæddist tilbúin til að takast á við þessi verkefni og ég hlakka til að gera það. Við erum 150 prósent tilbúin og við fæddumst tilbúin.“ „Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta“ Inga gagnrýnir formann Vinstri Grænna og segir niðurstöðuna ekki geta komið Svandísi á óvart. Svandís sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún hafi ekki talið þingrof næst á dagskrá og að hún væri hugsi vegna þessa. „Það er engin samstarfsviðleitni og enginn samstarfsvilji hjá nýkjörnum formanni Vinstri grænna. Það var athyglisvert þegar hún kom fram og sagði að þetta kom henni á óvart. Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta, þú ert að uppskera nákvæmlega því sem þú sáðir, ágæta Svandís Svavarsdóttir.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira