Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 10.6.2024 13:34
Kennari hljóp til þegar Sushi læstist inni eftir skólaslit Hinn víðfrægi köttur Sushi læstist inni í Garðaskóla eftir skólaslit um helgina. Kötturinn þurfti þó ekki að dúsa lengi í skólanum en kennari í skólanum var fljótur að hlaupa til og hleypa kettinum út eftir að íbúi í bæjarfélaginu vakti athygli á kettinum á Facebook. 10.6.2024 12:53
Þrír liggja undir grun en eru líklegast komnir úr landi Mennirnir þrír sem voru handteknir á laugardaginn og yfirheyrðir vegna kynferðisbrots sem er sagt tengjast grænlenska frystitogaranum Polar Nanoq sæta ekki farbanni vegna málsins. Allir þrír hafa þó stöðu sakbornings í málinu og liggja þar af leiðandi allir undir grun um kynferðisbrot. 10.6.2024 11:29
Gróðureldar villa um fyrir Veðurstofunni „Það sést ekki mikið. Það er erfitt að sjá á þessum vefmyndavélum hvar hrauntungan er. Maður sér reyk hér og þar en síðan er auðvitað mikið um gróðureld sem felur hvað er að gerast.“ 10.6.2024 09:48
„Rétturinn til viðgerðar“ væntanlegur til landsins „Rétturinn til viðgerðar“ er væntanlegur til landsins en það mun gera neytendum auðveldara að óska viðgerða í stað þess að skipta út vörum. Viðgerðarþjónusta mun verða aðgengilegri og gegnsærri. 9.6.2024 09:00
Skrifaði á sig í gríð og erg og fær engar bætur eftir uppsögn Maður sem var sagt upp störfum fær ekki greiddar bætur fyrir fyrstu tvo mánuðina eftir uppsögn en það er vegna þess að hann átti sjálfur sök á því að vera sagt upp. Maðurinn hafði fengið fjölda áminninga í starfi en jafnframt voru vöruúttektir hans ekki rétt skráðar. 8.6.2024 11:00
Settu af stað umbótaáætlun sem skilaði ekki árangri „Við settum af stað ákveðna umbótaáætlun og hún hefur ekki skilað þeim árangri sem ég hafði séð fyrir að myndi gerast. Að sjálfsögðu fer ég í það mál sem ráðherra og það á ekki að líðast að það séu svo miklar tafir á málaferlum.“ 7.6.2024 15:30
Íbúar óánægðir með borgina sem kemur í veg fyrir Bónusverslun Um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti eru án matvörubúðar í hverfinu næstu vikurnar vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir. 7.6.2024 15:00
Bein útsending: Hafró kynnir komandi fiskveiðiár Hafrannsóknastofnun kynnir í dag úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár. Kynningin hefst klukkan níu og fer fram í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. 7.6.2024 08:31
Frægs sjónvarpslæknis leitað Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna. 6.6.2024 16:57