Sniglarnir taka ekki þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2024 13:00 Mynd úr safni. Sniglar mótmæla vegna banaslyss á Kjalarnesi árið 2020. Vísir/Vilhelm Formaður Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglarnir, segir Vegagerðina vera að taka skref í rétta átt til að tryggja öryggi bifhjólafólks á vegum landsins þó að það mætti gerast hraðar. Hún segir að Sniglarnir muni ekki taka þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld og að það sé ekki stefna félagsins að krefjast breytinga með reiði. Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins, gagnrýna stjórnvöld og segja að of lítið fjármagn til viðhalds á gatnakerfinu kosti mannslíf. Félagið sótti fund með Vegagerðinni í síðustu viku til að ræða úrbætur en formaður Sniglanna segir að það sé ekki við Vegagerðina að sakast heldur stjórnvöld. Vinna í sátt og samlyndi en ekki með reiði Hópur bifhjólamanna hefur efnt til mótmæla í kvöld en þeir krefjast þess að einhver beri ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja á Kjalarnesi árið 2020. Bifhjólafólkið mun hittast á Korputorgi klukkan sjö í kvöld en Þorgerður Fríða Guðmundsdóttir, formaður Sniglanna, segir að Sniglarnir munu ekki taka þátt í mótmælunum. „Við viljum reyna að vinna allt í sátt og samlyndi, ekki með reiði. Auðvitað viljum við fá svör og að einhver taki ábyrgð en okkar herferð er núna á jákvæðu nótunum og við viljum að Vegagerðin geri betur. Þetta situr rosalega í mörgum og situr rosalega í mér því hálftíma fyrir slys þá fer maður minn með son minn aftan á yfir þetta malbik. Þetta hefði getað verið hann svo þetta situr rosalega í mér líka,“ segir Þorgerður. Ástandið bitni mest á bifhjólafólki „Þessi fundur sem við sóttum seinast vorum við að fara yfir þetta tilraunamalbik sem var sett á Reykjanesbrautina og þau voru bara svona að útskýra fyrir okkur. Þá voru settar fram kröfur frá bifhjólafólki um að setja upp skilti, hvað er þarna? Hvaða malbik er þarna?“ Segir Þorgerður sem telur tilraunaverkefni mikilvæg til að finna lausnir sem virka. Þó nokkuð hefur verið um bikblæðingar á vegum undanfarið en Þorgerður segir ástandið bitna hvað mest á bifhjólafólki og kallar eftir því að bætt verði úr merkingum á vegum. „Maður kemur kannski á þjóðveginum á mest 90 svo allt í einu kemur nýlögð klæðning, við bremsum ekkert á því. Þá bara skautum við og rennum út af. Þessar merkingar þurfa að vera svolítið frá þannig við getum hægt okkur niður áður en við förum á nýja klæðningu.“ Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins, gagnrýna stjórnvöld og segja að of lítið fjármagn til viðhalds á gatnakerfinu kosti mannslíf. Félagið sótti fund með Vegagerðinni í síðustu viku til að ræða úrbætur en formaður Sniglanna segir að það sé ekki við Vegagerðina að sakast heldur stjórnvöld. Vinna í sátt og samlyndi en ekki með reiði Hópur bifhjólamanna hefur efnt til mótmæla í kvöld en þeir krefjast þess að einhver beri ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja á Kjalarnesi árið 2020. Bifhjólafólkið mun hittast á Korputorgi klukkan sjö í kvöld en Þorgerður Fríða Guðmundsdóttir, formaður Sniglanna, segir að Sniglarnir munu ekki taka þátt í mótmælunum. „Við viljum reyna að vinna allt í sátt og samlyndi, ekki með reiði. Auðvitað viljum við fá svör og að einhver taki ábyrgð en okkar herferð er núna á jákvæðu nótunum og við viljum að Vegagerðin geri betur. Þetta situr rosalega í mörgum og situr rosalega í mér því hálftíma fyrir slys þá fer maður minn með son minn aftan á yfir þetta malbik. Þetta hefði getað verið hann svo þetta situr rosalega í mér líka,“ segir Þorgerður. Ástandið bitni mest á bifhjólafólki „Þessi fundur sem við sóttum seinast vorum við að fara yfir þetta tilraunamalbik sem var sett á Reykjanesbrautina og þau voru bara svona að útskýra fyrir okkur. Þá voru settar fram kröfur frá bifhjólafólki um að setja upp skilti, hvað er þarna? Hvaða malbik er þarna?“ Segir Þorgerður sem telur tilraunaverkefni mikilvæg til að finna lausnir sem virka. Þó nokkuð hefur verið um bikblæðingar á vegum undanfarið en Þorgerður segir ástandið bitna hvað mest á bifhjólafólki og kallar eftir því að bætt verði úr merkingum á vegum. „Maður kemur kannski á þjóðveginum á mest 90 svo allt í einu kemur nýlögð klæðning, við bremsum ekkert á því. Þá bara skautum við og rennum út af. Þessar merkingar þurfa að vera svolítið frá þannig við getum hægt okkur niður áður en við förum á nýja klæðningu.“
Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira