Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5.3.2024 08:01
Aron Elís á leið í myndatöku: „Mjög svekkjandi“ Aron Elís Þrándarson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, fór meiddur af velli í leik Víkings og ÍA í Lengjubikar karla í gær. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru, en Aron kveðst ekki of áhyggjufullur. 29.2.2024 13:56
Sjáðu mörkin: Fimm frá Haaland og rosalegt sigurmark Nóg var um að vera í ensku bikarkeppninni í fótbolta í gær þegar þrjú lið tryggðu farseðil sinn í 8-liða úrslit keppninnar. Erling Haaland fór hamförum og stórglæsilegt mark réði úrslitum í Bournemouth. 28.2.2024 14:31
Búin að jafna sig á áfallinu Elín Klara Þorkelsdóttir er klár í slaginn með íslenska landsliðinu fyrir stórleik kvöldsins við Svíþjóð. Hún fagnar því að koma aftur inn í liðið eftir að hafa misst af heimsmeistaramótinu í lok síðasta árs. 28.2.2024 13:01
„Svona er lífið, sem betur fer“ Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hlakkar til þess að takast á við Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Finna þarf lausnir vegna fjarveru sterkra leikmanna. 28.2.2024 11:00
Sjaldan sést eins grænt gras í febrúar Hægt væri að spila í dag á hybrid-grasvelli FH ef marka má formann félagsins. Hvort Kaplakrikavöllur verður klár fyrir fyrsta heimaleik þann 20. apríl þarf tíminn að leiða í ljós en nýi völlurinn er til taks ef svo er ekki. 27.2.2024 08:01
Samdi fleiri lög með Haaland: „Þetta er banger“ Norðmaðurinn Erik Tobias Sandberg er nýjasti leikmaður ÍA á Akranesi sem leikur í deild þeirra bestu í sumar. Sandberg kom fyrir tilstuðlan Arnórs Smárasonar en hann á athyglisverða sögu að baki. 24.2.2024 08:01
Tímaspursmál með Rúnar Má: „Þú ert að segja mér fréttir“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA í Bestu deild karla, segir leikmannahóp liðsins kláran fyrir komandi tímabil. Rúnar Már Sigurjónsson er að líkindum á leið til félagsins þegar heilsa hans leyfir. 23.2.2024 16:30
Erfitt ferðalag Pavel þungbært: „Þarf mitt svæði og minn frið“ Pavel Ermolinskij, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var nokkuð brattur en þó þreyttur þegar íþróttadeild sló á þráðinn til hans í dag. Gríðarlangur ferðadagur er um hálfnaður hjá Strákunum okkar sem halda til Tyrklands. 23.2.2024 15:03
Bræður á stóra sviðinu: Ósammála um hvor sé betri Bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir eru í landsliðshópi karla í körfubolta sem hefur nýja undankeppni í vikunni. Þeir njóta sín vel saman með landsliðinu en eru ósammála um hvor þeirra sé betri. 21.2.2024 10:00