Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kanye West og Julia Fox hætt saman

Tónlistar- og athafnamaðurinn Ye, sem almennt er þekktur sem Kanye West, og leikkonan og módelið Julia Fox, eru haldin hvort sína leið. Þau voru saman í um mánuð.

Skot­á­rásir tengist oftast deilum milli aðila en al­menningur geti hlotið skaða af

Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir skipta miklu máli að vopnalöggjöf hér á landi sé sterk og lögregla geti með skilvirkum hætti fylgt henni eftir. Þó skotárásir hér á landi hafi almennt beinst að ákveðnum aðilum sé alltaf hætta á að almenningur hljóti skaða af. Skotvopnið sem notað var í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa, en legið hefur fyrir um nokkurt skeið að nú sé hægt að nýta tæknina til slíks. 

Boðaður í yfir­heyrslu vegna um­fjöllunar um Sam­herja

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“

Karl­maður skotinn í mið­bænum í nótt

Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað.

Fara ekki inn í bústaðinn í kvöld

Eldur kom upp í húsi skammt frá Hafravatni fyrr í dag en búið var að slökkva eldinn á tíunda tímanum í kvöld. Bústaðurinn er ónýtur en slökkvilið telur ólíklegt að einhver hafi verið inni þegar eldurinn kom upp. 

Endur­­heimti stolið hjól hálfu ári síðar þökk sé Hjóla­hvíslaranum

Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Jónsson, sem varð fyrir því óláni að rafmagnshjólinu hans var stolið fyrir um hálfu ári síðan, er afar þakklátur manninum sem komst á snoðir um staðsetningu hjólsins og kom því aftur í hendur eigandans, upp á eigin spýtur. Um er að ræða Bjartmar Leósson, sem hefur unnið sér inn sæmdarheitið Hjólahvíslarinn meðal þakklátra hjólaeigenda sem hafa fyrir hans tilstuðlan endurheimt stolin hjól.

Sjá meira