Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Um 25.000 Íslendingar nota ekki bílbelti í umferðinni, sem setur Ísland í 17. sæti á lista Evrópuþjóða í þeim efnum. Fórnarlamba umferðarslysa er minnst á alþjóðlegum minningardegi í dag.

112 greindust innanlands í gær

117 manns greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær. Þar af voru fimm sem greindust á landamærunum. Því voru þeir sem greindust innanlands 112. 

Solskjær látinn fara frá Man. United

Ole Gunnar Solskjær hefur verið leystur frá störfum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta staðfestir félagið á samfélagsmiðlum og á vefsíðu sinni.

Segja Peng Shuai hafa verið á tennis­móti tæpum þremur vikum eftir hvarf hennar

Kínverska tenniskonan Peng Shuai, sem ekkert hafði spurst til eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, er sögð hafa verið viðstödd tennismót í Kína í dag. Alþjóðlega tennissamfélagið hafði kallað eftir því að kínversk stjórnvöld sýndu fram á að hún væri örugg og á lífi eftir að hún setti ásakanirnar fram á samfélagsmiðlum.

Fjögurra til átta stiga hiti í dag

Búast má við suðvestanátt í dag, yfirleit tíu til fimmtán metrum á sekúndu. Hvassast verður á norðanverðu landinu og á Öræfum, um fimmtán til tuttugu metrar, en snjókoma til fjalla. Ökumenn á Öxnadalsheiði gætu þá lent í vandræðum vegna hríðarveðurs. Á Austurlandi verður skýjað en úrkomulítið og hiti á landinu á bilinu fjögur til átta stig.

Ráku um fimmtíu gesti út rétt fyrir eitt í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af starfsemi veitingastaðar í miðborg Reykjavíkur í nótt vegna brots á sóttvarnalögum, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Ríkið sýknað í Geysis­máli

Íslenska ríkið var í gær sýknað af verðbótakröfu upp á rúmar 90 milljónir króna í máli hóps fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu fyrir Landsrétti. Ríkið keypti landið á rúman milljarð króna árið 2019. Ríkið hafði áður verið sýknað í héraði.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungt heilbrigðismenntað fólk. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. Rætt verður við Svandísi Svavarsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar.

133 greindust innanlands í gær

Í gær greindust 138 með Covid-19 hér á landi. Af þeim voru fimm sem tengdust landamærunum. Því greindust 133 með sjúkdóminn innanlands, samkvæmt bráðabirðgatölum almannavarna.

Sjá meira