Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Úr Hollywood í „Holly­boob“

Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið sex manns fyrir að hafa breytt hinu víðfræga Hollywood-skilti, þannig að merking þess varð heldur önnur. Skiltinu var breytt þannig að það myndaði orðið „Hollyboob,“ eða „Holly-brjóst.“

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með fólki á tíræðisaldri flykkjast í bólusetningu fyrir kórónuveirunni hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Skelltu límmiða á Loft og fengu söluleyfið aftur

Umbúðir bjórsins Lofts, sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði sett sölubann á vegna brots á lögum um tóbaksvarnir, hafa verið ritskoðaðar og leyfi fengist til að selja bjórinn í ÁTVR á nýjan leik. Bruggmeistari eyddi deginum í að útbúa nýjar umbúðir og gerir ráð fyrir að bjórinn fari í hillur á morgun.

Lilja vonsvikin með Disney

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur sem segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki.

Segir mynd­bandið hafa fært til mörkin í ís­lenskri pólitík

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug.

Sjá meira