Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar í kvöld verður rætt við afbrotafræðing, sem segir að aukin tíðni manndrápsmála kunni að vera komin til að vera, þó bylgjur slíkra mála hafi vissulega komið og farið á árum áður. Hann segir fjölda útlendinga sem fremji eða verði fyrir afbrotum vera merki um viðkvæmari stöðu þeirra.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um mál manns sem lést eftir líkamsárás á skemmtistað í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Maður sem grunaður er um árásina hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Erfitt að ná völdum meðan enginn snýst gegn Pútín

Prófessor í stjórn­mála­fræði segir ekki hægt að líta öðru­vísi svo á en að um valda­ráns­til­raun sé að ræða af hálfu Wagner liða í Rúss­landi. Hafa verði í huga að enginn hátt settur sam­starfs­maður Pútín hafi enn sem komið er snúist gegn honum og því verði erfitt fyrir Wagner liða að koma á valda­skiptum.

„Mér fannst þetta góður fundur“

Svandís Svavarsdóttir hefur ekki áhyggjur af ríkisstjórnarsamstarfinu þrátt fyrir hörð orð úr átt Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á hitafundi um hvalveiðar í kvöld. Ákvörðun hennar um frestun hvalveiða hafi verið fagleg og vel undirbyggð þó tímasetningin hafi verið óheppileg.

Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hval­veiði­bann á Akra­nesi

Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um mannslát í Hafnarfirði, en tveir menn voru handteknir í morgun eftir að sá þriðji fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði.

Margrét Þór­hildur hætt að reykja

Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja. Það mega heita nokkuð stór tíðindi en drottningin hefur löngum verið mikil reykingamanneskja, eða frá því hún var 17 ára gömul.

Sjá meira