Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.

Í kvöldfréttum okkar í kvöld verður rætt við afbrotafræðing, sem segir að aukin tíðni manndrápsmála kunni að vera komin til að vera, þó bylgjur slíkra mála hafi vissulega komið og farið á árum áður. Hann segir fjölda útlendinga sem fremji eða verði fyrir afbrotum vera merki um viðkvæmari stöðu þeirra.

Þá fjöllum við um fund sem Katrín Jakobsdóttir átti með forsætisráðherra Finnlands í dag, en á morgun fer fram fundur Norrænu ráðherranefndarinnar í Vestmannaeyjum, þar sem forsætisráðherra Kanada er sérstakur gestur. Við hittum á fallhlífaferðamenn, sem ferðast á milli flugvalla á landinu og stökkva úr flugvélum yfir helstu náttúruperlum landsins. Dýrt sport, en of skemmtilegt til að sleppa því, segir fyrirliði hópsins.

Við heyrum frá frönskum ferðamanni sem hjólaði umhverfis landið á mánuði, en hann segist óviss um hvort hann geti mælt með Íslandi við vini og vandamenn, en þar spilar veðurfar stórt hlutverk. Eins tökum við stöðuna á fyrstu björgunarsveitinni til að fara á hálendisvaktina þetta sumarið.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30, á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×