Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fagna því að stúdentar hafi endur­heimt úti­há­tíðina sína

Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands verður sett í kvöld. Hátíðin fer fram í fyrsta skipti síðan fyrir kórónuveirufaraldurinn, mörgum stúdentum til ómældrar ánægju. Forseti Stúdentaráðs iðar í skinninu að setja hátíðina, og getur ekki lagt nógu mikla áherslu á mikilvægi félagslífs stúdenta.

Kallar eftir því að ríkið stigi inn í og taki við keflinu af sveitar­fé­lögunum

Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar kallar eftir því að ríkið taki við þjónustu við fólk á flótta og fólk í leit að alþjóðlegri vernd, í stað þess að sveitarfélögin veiti hana. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ályktaði í gær um að bærinn gæti ekki veitt þá þjónustu sem ætlast væri til af honum. Bæjarstjórinn segir lausnina ekki felast í því að fleiri sveitarfélög taki á móti fólki.

Garðar ráðinn for­stjóri Valitor

Garðar Stefánsson hefur verið ráðinn forstjóri greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Garðar tekur við stöðunni af Herdísi Fjeldsted, frá og með deginum í dag. 

Vildu ekki sprengja upp risa­vaxið dóp­mál heldur fylgdust þolin­móð með

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu.

Bönkuðu upp á þegar ung­lings­dóttirin var ein heima og þóttust þekkja móðurina

Íbúi í Rimahverfi lýsir óþægilegri upplifun táningsdóttur sinnar af heimsókn tveggja ókunnugra kvenna á heimili sitt, þegar dóttirin var ein heima. Konurnar sögðust þekkja móðurina, sem móðirin kannaðist ekki við, og vildu fá að taka myndir í bakgarði hússins. Hún er viss um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi.

„Þetta veikinda­leyfi fer í súginn og ég hef enga peninga“

Ungverskur maður sakar fyrrverandi vinnuveitanda sinn um að hafa af sér á annað hundrað þúsund krónur í vangreiddum veikindadögum. Fyrirtækið skráði hann ekki í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans þess efnis. Launaþjófnaður sem þessi getur hlaupið á milljónum króna, að sögn ASÍ. 

Gosinu lík­lega lokið en langt frá því að vera styst eða minnst

Allt bendir til þess að eldgosinu sem hófst í Meradölum þriðja ágúst sé lokið, að sögn eldfjallafræðings. Vika er í dag síðan virkni lagðist niður. Þetta sé ekki sambærilegt goshléum sem urðu í eldgosinu í fyrra en þá stöðvaðist virknin stundum snögglega áður en næsta hrina hófst. Nú hafi aðdragandinn hins vegar verið langur og virkni dvínað jafnt og þétt.

Sjá meira