Uppruni Íslendinga sé flóknari en áður var talið Prófessor hjá stofnun Árna Magnússonar segir uppruna Íslendinga flóknari en áður hefur verið talið. Við skoðun heimilda þurfi að hafa í huga að um sé að ræða minningar fólks á tólftu og þrettándu öld, sem jafnvel hafði einhverra hagsmuna að gæta. Ólíklegt sé að allir hafi komið frá norrænum konungum. 15.1.2023 22:30
Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15.1.2023 21:28
„Ég var búin að steingleyma að við hefðum gert þetta“ „Þetta er stórskemmtilegt. Ég var búin að steingleyma að við hefðum gert þetta. Svo fékk ég bara email í morgun með þeim skilaboðum að skeytið væri fundið. Það tók mig smá tíma að átta mig á hverju um væri verið að tala,“ segir Brynhildur Yrsa Valkyrja um flöskuskeyti sem sett var í sjóinn í Hafnarfirði í maí árið 2020. Skeytið fannst á vesturströnd Frakklands um helgina. 15.1.2023 20:55
„Þetta er húseigandans að passa upp á“ Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg. 15.1.2023 20:35
Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15.1.2023 19:13
Kennarinn í MS: „Afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins“ Kennari í Menntaskólanum við Sund segir af og frá að glæra sem fór í dreifingu í vikunni sé merki um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Glæran hafi verið til að sýna öfgar í stjórnmálastefnum, til dæmis þegar farið er úr sterkum foringjum yfir í einræði. Nákvæmlega eins glæra hafi verið til að sýna hættulega þróun á vinstrivæng stjórnmála. 15.1.2023 18:54
Eldsvoðinn reyndist ruslabrenna og slökkviliðið snýr við Ferðalangar hringdu í slökkviliðið á fimmta tímanum í dag og tilkynntu um eld rétt austan við Hvolsvöll í Rangárþingi eystra. Slökkviliðið sneri þó við á miðri leið þegar í ljós kom að um litla ruslabrennu væri að ræða. 15.1.2023 17:27
Stúlkan í lífshættu eftir skotárásina Sjö ára stúlka er í lífshættu eftir að skotið var á hana í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna í dag. Að minnsta kosti fjórir særðust í skotárásinni. 14.1.2023 23:28
Stærilæti gætu hafa valdið vandræðunum Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth í gær, föstudaginn þrettánda, þar sem einkennilegir hlutir fóru að gerast á sviðinu. Leikkonur segjast hafa farið óvarlega með nafnið, Macbeth, sem gæti útskýrt orsök tæknibilunar. 14.1.2023 23:05
Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14.1.2023 22:02