Fréttir

Fréttamynd

Stórhert eftirlit með örorkusvikum

Tryggingastofnun ríkisins er nú að skera upp herör gegn þeim sem svíkja út örorkulífeyri. Þar er um að ræða fólk sem er á bótum en vinnur "svart". Einnig lífeyrisþega með börn sem eru fráskildir á pappírunum og fá þar með hærri barnalífeyri.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra ekið í vetnisbíl

Forsætisráðherra var ekið í fólksbíl inn í ráðstefnusal í dag. Um var að ræða vetnisknúinn bíl og markaði ökuferðin upphaf ráðstefnu þar sem kynntar eru niðurstöður vetnisstrætisvagna-verkefnisins sem staðið hefur yfir síðustu tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn mynduð

Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak. Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í dag. Kosið verður um ráðherralistann á írakska þinginu á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Fékk þrjá stóra hákarla

Bjarni Elíasson á Drangsnesi á Ströndum setti heldur betur í veiði í fyrradag þegar hann fór út á trillu sinni að renna fyrir hákarl, djúpt út af Kaldbaksvík. Hann fékk þrjá stóra hákarla í róðrinum og var mikið um að vera á bryggjunni á Drangsnesi þegar hann kom að landi, enda þurfti hann hjálparhönd við löndunina.

Innlent
Fréttamynd

Karlar drekka næstum þrefalt meira

Íslenskir karlar drekka næstum þrefalt meira áfengi en konur, þrátt fyrir að ungar konur hafi stóraukið áfengisneyslu sína síðustu ár. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun á drykkjuvenjum Íslendinga, sem gerð var á vegum Lýðheilsustöðvar í lok síðasta árs, og borin var saman við könnun sem gerð var árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Nota borgarkerfið í formannsslag

"Afskipti æðstu embættismanna af innanflokksátökum í ákveðnum stjórnmálaflokki með svona áberandi hætti hafa ekki tíðkast til þessa," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann er ósáttur við stuðningsyfirlýsingar þriggja embættismanna við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjöri Samfylkingar.

Innlent
Fréttamynd

Nýr framkvæmdastjóri á Hrafnseyri

Valdimar J. Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hrafnseyrarnefndar og tekur hann við starfinu af Hallgrími Sveinssyni sem gegnt hefur stöðunni til margra ára. Valdimar er mannfræðingur að mennt og kennari við Menntaskólann á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Tók bílinn ófrjálsri hendi

Konan sem lést í bílslysi í gærkvöldi tók bílinn ófrjálsri hendi. Engin skilríki voru á konunni og voru ekki borin kennsl á hana fyrr en í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vafasamar skráningar í flokkinn

Móðir misþroska drengs hringdi öskureið á skrifstofu Samfylkingarinnar í gær og kvartaði undan því að fimmtán ára sonur hennar hefði verið skráður í Samfylkinguna. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar, segir nokkuð ljóst að menn hafi farið offari og skráð einhverja sem ekki vilji vera í flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Kosningar í Líbanon í maílok

Þingkosningar í Líbanon hefjast þann 29. maí. Talsmaður þingsins í Líbanon tilkynnti þetta í morgun. Kosningarnar verða haldnar í nokkrum umferðum og gætu því tekið nokkrar vikur.

Erlent
Fréttamynd

Forsendur þurfa nánari skoðun

Öryrkjabandalagið segir að ýmsar forsendur, sem höfundur nýrrar skýrslu um fjölgun öryrkja gefur sér, þarfnist nánari skoðunar. Þá megi efast um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja.

Innlent
Fréttamynd

Jómfrúarferð stærstu þotu heims

Stærsta farþegaþota heims, Airbus A380, hóf sig til flugs í fyrsta sinn á flugvellinum í Toulouse í Frakklandi á níunda tímanum í morgun. Flugtakinu hafði verið frestað um u.þ.b. eina og hálfa klukkustund en ástæðan fyrir því hefur ekki verið gefin upp.

Erlent
Fréttamynd

Díselolían verði ódýrari en bensín

Neytendasamtökin skora á stjórnvöld að koma á hóflegu gjaldi á dísilolíu og lægra en á bensíni. Gjald á dísillítrann verður 45 krónur en er rúmar 42 krónur á bensínlítrann. 

Innlent
Fréttamynd

Bændur heimsækja grunnskóla

Tæplega eitt þúsund börn í sjöunda bekk í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hafa fengið bónda í heimsókn í kennslustund í tengslum við verkefnið „Dagur með bónda“.

Innlent
Fréttamynd

Samsæriskenningar á kreiki

Samsæriskenningarnar fóru á kreik þegar dómarar í máli rússneska auðkýfingsins Mikhails Khodorkovskys frestuðu óvænt dómsuppkvaðningu í dag. Engin skýring fékkst á frestuninni en andstæðingar Pútíns forseta eru sannfærðir um að hann hafi kippt í spotta, en þeir Khodorkovsky eru pólitískir andstæðingar.

Erlent
Fréttamynd

Réttarhöldunum frestað

Dómsuppsögu yfir Mikhail Khodorkovsky, sem átti olíurisann Yukos, var frestað í Moskvu í morgun. Fréttaskýrendur segja þetta gert til að hlífa Pútín Rússlandsforseta við vandræðalegum fundum með vestrænum leiðtogum í næsta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Stofnun kjarnorkuvera auðvelduð?

Yfirgefnum herbækistöðvum í Bandaríkjunum verður breytt í olíuhreinsistöðvar, fái Bush Bandaríkjaforseti vilja sínum framgengt. Bandarískir fjölmiðlar segja hann ætla að leggja til að herstöðvum verði breytt og dregið verði úr skrifræði og flækjum tengdum því að stofna kjarnorkuver.

Erlent
Fréttamynd

Reyndu að handjárna ráðherrann

Ruth Kelly, menntamálaráðherra Bretlands, fékk ekki góðar móttökur þegar hún mætti til kosningafundar í kjördæmi sínu í Bolton á Englandi í fyrrakvöld.

Erlent
Fréttamynd

Áhyggjur af áhugaleysi kjósenda

Þegar tæp vika er til þingkosninga í Bretlandi eru kosningastjórar Verkamannaflokksins farnir að hafa áhyggjur af að margir stuðningsmenn flokksins telji ekki taka því að mæta á kjörstað. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Fyrningamál verði unnin í samhengi

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill að litið verði á afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum í samhengi, en í ráðuneyti hans liggja fyrir tillögur í þeim efnum. Hann segist munu taka því vel ákveði allsherjarnefnd að vísa frumvarpi sama efnis til ráðuneytisins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Kærður fyrir kverkatak

Þingfest var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál Lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Jóni Trausta Lútherssyni fyrir líkamsárás.

Innlent
Fréttamynd

Gíslarnir grátbiðja um aðstoð

Mannræningjar í Írak hafa ákveðið að fresta því um einn dag að lífláta þrjá rúmenska blaðamenn sem þeir hafa í haldi. Al-Jazeera fréttastofan birti í gær myndir af Rúmenunum þremur þar sem þeir grátbiðja stjórnvöld í Rúmeníu um að fara með herafla sinn burt frá Írak.

Erlent
Fréttamynd

Banaslys við Egilsstaði

Banaslys varð rétt utan við Egilsstaði á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar fólksbíll valt þar út af veginum. Rúmlega fimmtug kona var ein í bílnum og beið hún bana.

Innlent
Fréttamynd

Ólga heldur áfram í Tógó

Ófremdarástand hefur ríkt í Afríkuríkinu Tógó í kjölfar vafasamra kosninga um síðustu helgi þar sem Faure Gnassinbe, sonur fyrrum einræðisherra landsins, bar sigur úr býtum. Sex manns, þar af þrír borgarar, létu lítið í átökum í höfuðborginni Lomé í gær.

Erlent
Fréttamynd

Svikamylla afhjúpuð

Bresk kona, Jaswinder Gill, af indversku bergi brotin, hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa svikið yfir 120 milljónir króna út úr indverskum körlum í makaleit.

Erlent
Fréttamynd

Ungir öryrkjar fjölmargir hér

Öryrkjar 19 ára og yngri eru 136 prósentum fleiri hér á landi en í nágrannalöndunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, kynnti í dag ásamt heilbrigðisráðherra. Skýrslan nefnist <em>Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar</em> og þar kemur fram að Íslendingar virðist líklegri til að þiggja bætur fram að fertugu en nágrannaþjóðir okkar.

Innlent
Fréttamynd

Skattaumhverfi gæti orðið betra

Íslensk fyrirtæki greiða ekki háan tekjuskatt miðað við fyrirtæki í öðrum löndum og skattaumhverfi hér gæti orðið með því besta í heiminum, samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir Samtök atvinnulífsins. Frjáls félagasamtök telja hins vegar skattaumhverfið óhagstætt góðgerðafélögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur í húsi í Hafnarfirði

Eldur kom upp í litlu yfirgefnu húsi við Herjólfsbraut í Hafnarfirði nú undir kvöld. Slökkvilið lét húsið brenna til grunna með leyfi bæjaryfirvalda en eldur hafði kviknað þar í gær líka. Nú er unnið að því að slökkva í glæðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 var tekist á um það í Hafnarfirði hvort vernda ætti þetta hús eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Barna sé gætt á hættulegum stöðum

Herdís Storgaard, verkefnisstjóri barnaslysavarna hjá Lýðheilsustöð, brýnir fyrir foreldrum að líta aldrei af ungum börnum sínum á stöðum þar sem hættur eru augljósar. Hún segir það skelfilegt að slys hafi orðið að undanförnu þar sem legið hefur við drukknun lítilla barna.

Innlent