Erlent

Svikamylla afhjúpuð

Bresk kona, Jaswinder Gill, af indversku bergi brotin, hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir að hafa svikið yfir 120 milljónir króna út úr indverskum körlum í makaleit. Svikamylla Gill var óvenju útsmogin. Hún taldi bresk-indverskum konum trú um að hún væri ritstjóri brúðkaupsvörulista og fékk þær til að sitja fyrir á myndum íklæddar brúðarkjólum. Myndirnar sendi hún svo til indverskra vonbiðla sem greiddu henni á aðra milljón króna fyrir að skipuleggja ráðahaginn. Sumir þeirra ruku til Bretlands og bönkuðu upp á hjá konunum sem áttu sér einskis ills von.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×