Fréttir Óvissa í Japan Seðlabanki Japans ákveður á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum landsins. Greiningardeild Glitnis segir mikla óvissu ríkja um ákvörðun bankans og bendir á að jafnar líkur séu á því hvort vextirnir verði óbreyttir eða hækki um fjórðung úr prósenti. Vextirnir hafa ekki verið hækkaðir síðan um mitt síðasta ár eftir nokkurra ára núllvaxtastig. Viðskipti innlent 20.2.2007 11:24 Íranar vilja viðræður Íranski forsetinn, Mahmoud Ahmadinejad, sagði í dag að hann vildi viðræður um kjarnorkuáætlun lands síns. Hann tók engu að síður fram að Íran myndi ekki samþykkja skilyrði Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna um að hætta auðgun úrans áður en viðræður geta átt sér stað. Erlent 20.2.2007 11:19 14 ára fangelsi fyrir særingartilraun Rúmenskur prestur var í gær dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að hafa myrt 23 ára nunnu þegar hann var að reyna að særa djöfulinn sjálfan úr henni. Erlent 20.2.2007 10:51 Mátti ekki reka varaforsetann Nígerískur áfrýjunarréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að forseti landsins, Olusegun Obasanjo, hefði ekki völd til þess að reka varaforseta landsins, Atiku Abubakar, frá völdum. Obasanjo lýsti því yfir í desember að varaforsetaembættið væri nú autt þar sem Abubakar hefði sagt sig úr stjórnarflokknum og farið í annan til þess að geta lýst yfir framboði til forseta. Erlent 20.2.2007 10:10 Erlendir fjölmiðlar fjalla um andstöðu við klámsamkomu Erlendir fjölmiðlar hafa undanfarna daga sagt fréttir af andstöðu íslenskra ráðamanna við samkomu aðila úr klámiðnaði en hún á að fara fram áttunda til tíunda mars næstkomandi. Innlent 20.2.2007 10:03 Warner býður í EMI Bandaríski útgáfurisinn Warner Music hefur gert tilboð í útgáfufélagið EMI. Ekki er um yfirtökutilboð en ekki er ólíklegt að út í það verði farið, að sögn forsvarsmanna EMI. Tilboð sem þetta er enginn nýlunda því bæði fyrirtækin hafa ítrekað reynt að kaupa hvort annað á síðastliðnum sjö árum. Viðskipti erlent 20.2.2007 09:26 Kjötætur hættulegar umhverfinu Bandarískar kjötætur eru ábyrgar fyrir einu og hálfu tonni meira af koltvíoxíðlosun en grænmetisætur. Bandaríska matvælastofnunin skýrir frá þessu í úttekt sem þeir gerðu á bandarískum matvælaiðnaði. Erlent 20.2.2007 09:07 Íhaldsflokkurinn nálgast hreinan meirihluta Breski Íhaldsflokkurinn mun fá 42 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í Bretlandi í dag. Verkamannaflokkurinn, sem verður væntanlega undir handleiðslu núverandi fjármálaráðherra Bretlands, Gordon Brown, fengi aðeins 29 prósent atkvæða. Þetta er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 1983. Erlent 20.2.2007 08:47 Fimm létu lífið og 75 slösuðust Fimm létu lífið og fleiri en 75 slösuðust þegar flutningabíll sprakk nærri veitingastað í bæ rétt fyrir norðan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Lögregla staðarins skýrði frá þessu. Sprengingin átti sér stað í bænum Taji sem er 20 kílómetra frá Bagdad. Erlent 20.2.2007 07:26 Fæddist í 23. viku meðgöngu og lifði af Fyrirburi sem læknar segja að hafi eytt minni tíma í móðurkviði en nokkur annar verður útskrifaður af sjúkrahúsi í Miami í Bandaríkjunum í dag. Amillia Sonja Taylor var aðeins 24 og hálfur senitmeter á lengd og ekki nema 284 grömm á þyngd þegar hún fæddist þann 24. október á síðasta ári. Hún fæddist í 23. viku meðgöngu en algengt er að konur gangi með börn í 37 til 40 vikur. Amillia hefur verið í hitakassa og fengið súrefni síðan hún fæddist. Erlent 20.2.2007 07:22 Bíl stolið fyrir utan 11-11 í Garðabæ í gærkvöldi Ökumaður, sem lagði bíl sínum fyrir utan 11-11 í Gilsbúð í Garðabæ um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi til að skjótast inn eftir einhverju smálegu, greip í tómt þegar hann kom út aftur. Bíllinn var þá horfinn , en eigandinn hafði skilið hann eftir í gangi. Grunur leikur á að piltur og stúlka, bæði án ökuréttinda, hafi stolið bílnum og hafa hvorki þau né bíllinn fundist í nótt, þrátt fyrir talsverða leit. Innlent 20.2.2007 07:21 Skógræktarfélag Reykjavíkur samþykkir drög að kæru Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í gærkvöldi, drög að kæru á hendur Kópavogsbæ og verktakafyrirtækinu Klæðningar fyrir jarðrask og spjöll í Heiðmörk vegna lagningar vatnsleiðslu. Að teknu tilliti til ábendinga á fundinum í gærkvöldi verður gengið frá kærunni í dag og hún send lögreglu til meðferðar. Innlent 20.2.2007 07:17 Olíuflekkur fannst skammt frá Wilson Muuga Olíuflekkur fannst síðdegis í gær í þanghrönn skammt þar frá sem flutningaskipið Wilson Muuga, stendur á strandstað. Náttúrufræðingar slá þó engu föstu um það hvort þar sé kominn skýringin á olíumengun í fuglum út af Gaðrskaga, en tveir olíumengaðir fuglar náðust í gær og verður olían úr fiðri þeirra efnagreind. Innlent 20.2.2007 07:14 Tveir grunaðir um sprengjuárás Lögreglan í Indlandi hefur sent fjölmiðlum þar í landi teiknaðar myndir af tveimur mönnum sem yfirgáfu lestina sem var ráðist á í gær. Þeir eru grunaðir um að hafa komið fyrir sprengjum í lestinni. Að minnsta kosti 67 létu lífið í sprengjuárásinni en tvær sprengjur sprungu um borð í lestinni. Mikill eldur braust síðan út í henni. Erlent 20.2.2007 07:28 Ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur Ökumaður var tekinn úr umferð í nótt vegna ölvunaraksturs, sem vart er í frásögu færandi, ef vandi hans hefði ekki enn vaxið þegar lögregla hugðist aka honum heim eftir skýrslutöku. Hófst þá mikil togstreyta í huga mannsins, því hann reyndist eiga tvær unnustur og börn með báðum, án þess að þær viti hvor um aðra. Innlent 20.2.2007 07:19 McCain álasar Rumsfeld John McCain sagði í ræðu í gær að Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, yrði minnst sem eins versta varnarmálaráðherra í sögu Bandaríkjanna. McCain er einn af þeim sem þykir líklegur til þess að verða útnefndur forsetaframbjóðandi repúblikana. Erlent 20.2.2007 07:05 Vinna hafin við útfærslu öryggismála Embættismenn Íslands og Noregs ákváðu á örðum fundi sínum um samstarf í öryggismálum, sem haldinn var í Osló í gær, að hefja vinnu við nánari útfærslu þess. Það varðar meðal annars heræfingar, samvinnu á vettvangi NATO og þyrlukaup til björgunar- og strandgæslu. Innlent 20.2.2007 07:03 Leynilegar áætlanir Bandaríkjanna afhjúpaðar Bandaríkjamenn hafa gert áætlun um loftárásir á Íran og beinast þær að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Ef bandaríkjamenn réðust á Íran samkvæmt áætluninni, myndu íranskir flugvellir, flotastöðvar, flugskeytastöðvar og stjórnstöðvar verða skotmörkin. Bandaríkjamenn staðhæfa að ekki sé ráðgert að ráðast á Íran og eru að reyna að fá sjórnvöld í Teheran til að hætta auðgun úrans. Erlent 20.2.2007 06:56 Spurt ítarlega um kauprétt stjórnenda Fyrrverandi forstjóri Baugs var spurður um kaupréttarsamninga stjórnenda fyrirtækisins, sem endurskoðendur sögðust ekki hafa vitað af, í réttarsal í gær. Voru með fyrstu kaupréttarsamningum sem gerðir voru hér á landi sagði hann. Innlent 19.2.2007 22:17 Blóðnasir ullu lokun sendiráðs Kanadíska sendiráðinu í París var lokað tímabundið í dag vegna gruns um eitur í bréfasendingu. Starfsmaður sendiráðsins fékk blóðnasir og veiktist eftir að hann opnaði bréf. Grunsemdir vöknuðu um að eitur hafi verið í bréfinu og ákváðu yfirvöld að loka sendiráðinu og nærliggjandi götu um tíma. Hættuástandi var aflýst og sendiráðið opnað þegar lögregla komst að því að starfsmaðurinn hafði verið veikur í einhvern tíma og fengið blóðnasir. Erlent 19.2.2007 23:32 Árásaráætlun á Íran afhjúpuð Áætlun Bandaríkjamanna um loftárásir á Íran beinast að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Ef bandaríkjamenn réðust á Íran samkvæmt áætluninni, myndu íranskir flugvellir, flotastöðvar, flugskeytastöðvar og stjórnstöðvar verða skotmörkin. Bandaríkjamenn staðhæfa að ekki sé ráðgert að ráðast á Íran og eru að reyna að fá sjórnvöld í Teheran til að hætta auðgun úrans. Erlent 19.2.2007 22:56 Leitað í barnaskóla vegna bréfasprengju Lögreglan í Bretlandi hefur gert húsleit í barnaskóla í Cambridgeshire eftir handtöku manns í tengslum við bréfasprengjurnar sem sprungu í London í síðustu viku. Maðurinn heitir Miles Cooper og er umsjónarmaður í Teversham kirkjuskólanum. Erlent 19.2.2007 21:48 Íranir og Rússar í kjarnorkudeilu Íranir neita fullyrðum rússneskra embættismanna að þeir standi ekki við greiðslur vegna vinnu við Bushehr kjarnorkuverið sem nú er verið að reisa í suðurhluta Íran. Rússneskir embættismenn hafa varað við seinkun á afhendingu úraneldsneytis standi Íranir ekki við greiðslurnar. Íranir segja að þeir hafi staðið við sinn hluta samningsins. Erlent 19.2.2007 21:19 Lengdu rangan fótlegg Skurðlæknar í Kína hafa beðist afsökunar eftir að lengja rangan fótlegg fimm ára gamals drengs. Aðgerðin var gerð til að laga helti drengsins. Læknarnir á sjúkrahúsinu í Changsha segja skýringuna vera þá að drengurinn var svæfður þegar hann lá á bakinu, en aðgerðin var gerð með hann liggjandi á maganum. Erlent 19.2.2007 19:49 Grunur um losun olíu að næturlagi Grunur leikur á að ókunnugt skip hafi, í skjóli nætur, dælt úrgangsolíu frá borði og valdið olíumengun í hundruðum sjófugla við Reykjanes. Landhelgisgæslan hefur ekki enn búnað til að fylgjast með slíku að næturlagi. Fokkervél Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið í morugn að beiðni Umhverfisstofnunar en áhöfnin varð ekki vör við neina olíuflekki. Innlent 19.2.2007 19:11 Bíll Leðurblökumannsins til sölu Eðalvagn Leðurblökumannsins, úr samnefndum bandarískum sjónvarpsþáttum frá sjöunda áratug síðustu aldar, verður seldur á uppboði í Lundúnum síðar í mánuðinum. Talið er að jafnvirði tæpra 10 milljóna króna fáist fyrir bílinn sem var sá sjötti í röð nokkurra sem smíðaðir voru árið 1966 til kynningar á þáttunum og voru notaðir í rúmlega hundrað þeirra. Erlent 19.2.2007 19:05 Friðarviðræðum verður fram haldið Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna ítrekuðu í dag stuðning sinn við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Olmert, forsætisráðherra Ísraels, Abbas, forseti Palestínumanna, og Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs í Jerúsalem í morgun. Erlent 19.2.2007 19:07 Sprengjuárás á Indlandi rannsökuð Ráðamenn í Indlandi og Pakistan hafa fordæmt sprengjuárás á farþegalest í Indlandi í gærkvöldi. Segja þeir ætlun ódæðismannanna hafi verið að raska friðarviðræðum landanna og það takist ekki. Minnst 66 týndu lífi í árásinni. Erlent 19.2.2007 18:58 Samstarf við Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur og fulltrúar Afríkuríkisins Djíbútí undirrituðu í dag samstarfssamning um þróun jarðhitasvæða til raforkuframleiðslu í Djíbútí. Forseti Djíbútí og stjórnarformaður Orkuveitunnar segja þetta mikilvægan samning sem vonandi tryggi orku í sem flest hús í landinu. Innlent 19.2.2007 18:30 Bakkavör innkallar hummus Bakkavör hefur innkallað kjúklingabaunamauk úr sex matvöruverslanakeðjum á Bretlandi eftir að salmonellusmit greindist í sýnum úr því. Ekki er talið að nokkur hafi veikst eftir að hafa neytt vörunnar og segir forstjóri fyrirtækisins fjárhagstjón vegna smitsins óverulegt. Erlent 19.2.2007 16:38 « ‹ 219 220 221 222 223 224 225 226 227 … 334 ›
Óvissa í Japan Seðlabanki Japans ákveður á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum landsins. Greiningardeild Glitnis segir mikla óvissu ríkja um ákvörðun bankans og bendir á að jafnar líkur séu á því hvort vextirnir verði óbreyttir eða hækki um fjórðung úr prósenti. Vextirnir hafa ekki verið hækkaðir síðan um mitt síðasta ár eftir nokkurra ára núllvaxtastig. Viðskipti innlent 20.2.2007 11:24
Íranar vilja viðræður Íranski forsetinn, Mahmoud Ahmadinejad, sagði í dag að hann vildi viðræður um kjarnorkuáætlun lands síns. Hann tók engu að síður fram að Íran myndi ekki samþykkja skilyrði Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna um að hætta auðgun úrans áður en viðræður geta átt sér stað. Erlent 20.2.2007 11:19
14 ára fangelsi fyrir særingartilraun Rúmenskur prestur var í gær dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að hafa myrt 23 ára nunnu þegar hann var að reyna að særa djöfulinn sjálfan úr henni. Erlent 20.2.2007 10:51
Mátti ekki reka varaforsetann Nígerískur áfrýjunarréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að forseti landsins, Olusegun Obasanjo, hefði ekki völd til þess að reka varaforseta landsins, Atiku Abubakar, frá völdum. Obasanjo lýsti því yfir í desember að varaforsetaembættið væri nú autt þar sem Abubakar hefði sagt sig úr stjórnarflokknum og farið í annan til þess að geta lýst yfir framboði til forseta. Erlent 20.2.2007 10:10
Erlendir fjölmiðlar fjalla um andstöðu við klámsamkomu Erlendir fjölmiðlar hafa undanfarna daga sagt fréttir af andstöðu íslenskra ráðamanna við samkomu aðila úr klámiðnaði en hún á að fara fram áttunda til tíunda mars næstkomandi. Innlent 20.2.2007 10:03
Warner býður í EMI Bandaríski útgáfurisinn Warner Music hefur gert tilboð í útgáfufélagið EMI. Ekki er um yfirtökutilboð en ekki er ólíklegt að út í það verði farið, að sögn forsvarsmanna EMI. Tilboð sem þetta er enginn nýlunda því bæði fyrirtækin hafa ítrekað reynt að kaupa hvort annað á síðastliðnum sjö árum. Viðskipti erlent 20.2.2007 09:26
Kjötætur hættulegar umhverfinu Bandarískar kjötætur eru ábyrgar fyrir einu og hálfu tonni meira af koltvíoxíðlosun en grænmetisætur. Bandaríska matvælastofnunin skýrir frá þessu í úttekt sem þeir gerðu á bandarískum matvælaiðnaði. Erlent 20.2.2007 09:07
Íhaldsflokkurinn nálgast hreinan meirihluta Breski Íhaldsflokkurinn mun fá 42 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í Bretlandi í dag. Verkamannaflokkurinn, sem verður væntanlega undir handleiðslu núverandi fjármálaráðherra Bretlands, Gordon Brown, fengi aðeins 29 prósent atkvæða. Þetta er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 1983. Erlent 20.2.2007 08:47
Fimm létu lífið og 75 slösuðust Fimm létu lífið og fleiri en 75 slösuðust þegar flutningabíll sprakk nærri veitingastað í bæ rétt fyrir norðan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Lögregla staðarins skýrði frá þessu. Sprengingin átti sér stað í bænum Taji sem er 20 kílómetra frá Bagdad. Erlent 20.2.2007 07:26
Fæddist í 23. viku meðgöngu og lifði af Fyrirburi sem læknar segja að hafi eytt minni tíma í móðurkviði en nokkur annar verður útskrifaður af sjúkrahúsi í Miami í Bandaríkjunum í dag. Amillia Sonja Taylor var aðeins 24 og hálfur senitmeter á lengd og ekki nema 284 grömm á þyngd þegar hún fæddist þann 24. október á síðasta ári. Hún fæddist í 23. viku meðgöngu en algengt er að konur gangi með börn í 37 til 40 vikur. Amillia hefur verið í hitakassa og fengið súrefni síðan hún fæddist. Erlent 20.2.2007 07:22
Bíl stolið fyrir utan 11-11 í Garðabæ í gærkvöldi Ökumaður, sem lagði bíl sínum fyrir utan 11-11 í Gilsbúð í Garðabæ um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi til að skjótast inn eftir einhverju smálegu, greip í tómt þegar hann kom út aftur. Bíllinn var þá horfinn , en eigandinn hafði skilið hann eftir í gangi. Grunur leikur á að piltur og stúlka, bæði án ökuréttinda, hafi stolið bílnum og hafa hvorki þau né bíllinn fundist í nótt, þrátt fyrir talsverða leit. Innlent 20.2.2007 07:21
Skógræktarfélag Reykjavíkur samþykkir drög að kæru Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í gærkvöldi, drög að kæru á hendur Kópavogsbæ og verktakafyrirtækinu Klæðningar fyrir jarðrask og spjöll í Heiðmörk vegna lagningar vatnsleiðslu. Að teknu tilliti til ábendinga á fundinum í gærkvöldi verður gengið frá kærunni í dag og hún send lögreglu til meðferðar. Innlent 20.2.2007 07:17
Olíuflekkur fannst skammt frá Wilson Muuga Olíuflekkur fannst síðdegis í gær í þanghrönn skammt þar frá sem flutningaskipið Wilson Muuga, stendur á strandstað. Náttúrufræðingar slá þó engu föstu um það hvort þar sé kominn skýringin á olíumengun í fuglum út af Gaðrskaga, en tveir olíumengaðir fuglar náðust í gær og verður olían úr fiðri þeirra efnagreind. Innlent 20.2.2007 07:14
Tveir grunaðir um sprengjuárás Lögreglan í Indlandi hefur sent fjölmiðlum þar í landi teiknaðar myndir af tveimur mönnum sem yfirgáfu lestina sem var ráðist á í gær. Þeir eru grunaðir um að hafa komið fyrir sprengjum í lestinni. Að minnsta kosti 67 létu lífið í sprengjuárásinni en tvær sprengjur sprungu um borð í lestinni. Mikill eldur braust síðan út í henni. Erlent 20.2.2007 07:28
Ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur Ökumaður var tekinn úr umferð í nótt vegna ölvunaraksturs, sem vart er í frásögu færandi, ef vandi hans hefði ekki enn vaxið þegar lögregla hugðist aka honum heim eftir skýrslutöku. Hófst þá mikil togstreyta í huga mannsins, því hann reyndist eiga tvær unnustur og börn með báðum, án þess að þær viti hvor um aðra. Innlent 20.2.2007 07:19
McCain álasar Rumsfeld John McCain sagði í ræðu í gær að Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, yrði minnst sem eins versta varnarmálaráðherra í sögu Bandaríkjanna. McCain er einn af þeim sem þykir líklegur til þess að verða útnefndur forsetaframbjóðandi repúblikana. Erlent 20.2.2007 07:05
Vinna hafin við útfærslu öryggismála Embættismenn Íslands og Noregs ákváðu á örðum fundi sínum um samstarf í öryggismálum, sem haldinn var í Osló í gær, að hefja vinnu við nánari útfærslu þess. Það varðar meðal annars heræfingar, samvinnu á vettvangi NATO og þyrlukaup til björgunar- og strandgæslu. Innlent 20.2.2007 07:03
Leynilegar áætlanir Bandaríkjanna afhjúpaðar Bandaríkjamenn hafa gert áætlun um loftárásir á Íran og beinast þær að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Ef bandaríkjamenn réðust á Íran samkvæmt áætluninni, myndu íranskir flugvellir, flotastöðvar, flugskeytastöðvar og stjórnstöðvar verða skotmörkin. Bandaríkjamenn staðhæfa að ekki sé ráðgert að ráðast á Íran og eru að reyna að fá sjórnvöld í Teheran til að hætta auðgun úrans. Erlent 20.2.2007 06:56
Spurt ítarlega um kauprétt stjórnenda Fyrrverandi forstjóri Baugs var spurður um kaupréttarsamninga stjórnenda fyrirtækisins, sem endurskoðendur sögðust ekki hafa vitað af, í réttarsal í gær. Voru með fyrstu kaupréttarsamningum sem gerðir voru hér á landi sagði hann. Innlent 19.2.2007 22:17
Blóðnasir ullu lokun sendiráðs Kanadíska sendiráðinu í París var lokað tímabundið í dag vegna gruns um eitur í bréfasendingu. Starfsmaður sendiráðsins fékk blóðnasir og veiktist eftir að hann opnaði bréf. Grunsemdir vöknuðu um að eitur hafi verið í bréfinu og ákváðu yfirvöld að loka sendiráðinu og nærliggjandi götu um tíma. Hættuástandi var aflýst og sendiráðið opnað þegar lögregla komst að því að starfsmaðurinn hafði verið veikur í einhvern tíma og fengið blóðnasir. Erlent 19.2.2007 23:32
Árásaráætlun á Íran afhjúpuð Áætlun Bandaríkjamanna um loftárásir á Íran beinast að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Ef bandaríkjamenn réðust á Íran samkvæmt áætluninni, myndu íranskir flugvellir, flotastöðvar, flugskeytastöðvar og stjórnstöðvar verða skotmörkin. Bandaríkjamenn staðhæfa að ekki sé ráðgert að ráðast á Íran og eru að reyna að fá sjórnvöld í Teheran til að hætta auðgun úrans. Erlent 19.2.2007 22:56
Leitað í barnaskóla vegna bréfasprengju Lögreglan í Bretlandi hefur gert húsleit í barnaskóla í Cambridgeshire eftir handtöku manns í tengslum við bréfasprengjurnar sem sprungu í London í síðustu viku. Maðurinn heitir Miles Cooper og er umsjónarmaður í Teversham kirkjuskólanum. Erlent 19.2.2007 21:48
Íranir og Rússar í kjarnorkudeilu Íranir neita fullyrðum rússneskra embættismanna að þeir standi ekki við greiðslur vegna vinnu við Bushehr kjarnorkuverið sem nú er verið að reisa í suðurhluta Íran. Rússneskir embættismenn hafa varað við seinkun á afhendingu úraneldsneytis standi Íranir ekki við greiðslurnar. Íranir segja að þeir hafi staðið við sinn hluta samningsins. Erlent 19.2.2007 21:19
Lengdu rangan fótlegg Skurðlæknar í Kína hafa beðist afsökunar eftir að lengja rangan fótlegg fimm ára gamals drengs. Aðgerðin var gerð til að laga helti drengsins. Læknarnir á sjúkrahúsinu í Changsha segja skýringuna vera þá að drengurinn var svæfður þegar hann lá á bakinu, en aðgerðin var gerð með hann liggjandi á maganum. Erlent 19.2.2007 19:49
Grunur um losun olíu að næturlagi Grunur leikur á að ókunnugt skip hafi, í skjóli nætur, dælt úrgangsolíu frá borði og valdið olíumengun í hundruðum sjófugla við Reykjanes. Landhelgisgæslan hefur ekki enn búnað til að fylgjast með slíku að næturlagi. Fokkervél Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið í morugn að beiðni Umhverfisstofnunar en áhöfnin varð ekki vör við neina olíuflekki. Innlent 19.2.2007 19:11
Bíll Leðurblökumannsins til sölu Eðalvagn Leðurblökumannsins, úr samnefndum bandarískum sjónvarpsþáttum frá sjöunda áratug síðustu aldar, verður seldur á uppboði í Lundúnum síðar í mánuðinum. Talið er að jafnvirði tæpra 10 milljóna króna fáist fyrir bílinn sem var sá sjötti í röð nokkurra sem smíðaðir voru árið 1966 til kynningar á þáttunum og voru notaðir í rúmlega hundrað þeirra. Erlent 19.2.2007 19:05
Friðarviðræðum verður fram haldið Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna ítrekuðu í dag stuðning sinn við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Olmert, forsætisráðherra Ísraels, Abbas, forseti Palestínumanna, og Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs í Jerúsalem í morgun. Erlent 19.2.2007 19:07
Sprengjuárás á Indlandi rannsökuð Ráðamenn í Indlandi og Pakistan hafa fordæmt sprengjuárás á farþegalest í Indlandi í gærkvöldi. Segja þeir ætlun ódæðismannanna hafi verið að raska friðarviðræðum landanna og það takist ekki. Minnst 66 týndu lífi í árásinni. Erlent 19.2.2007 18:58
Samstarf við Djíbútí Orkuveita Reykjavíkur og fulltrúar Afríkuríkisins Djíbútí undirrituðu í dag samstarfssamning um þróun jarðhitasvæða til raforkuframleiðslu í Djíbútí. Forseti Djíbútí og stjórnarformaður Orkuveitunnar segja þetta mikilvægan samning sem vonandi tryggi orku í sem flest hús í landinu. Innlent 19.2.2007 18:30
Bakkavör innkallar hummus Bakkavör hefur innkallað kjúklingabaunamauk úr sex matvöruverslanakeðjum á Bretlandi eftir að salmonellusmit greindist í sýnum úr því. Ekki er talið að nokkur hafi veikst eftir að hafa neytt vörunnar og segir forstjóri fyrirtækisins fjárhagstjón vegna smitsins óverulegt. Erlent 19.2.2007 16:38