Fréttir

Fréttamynd

Gosið lækkar meir en mörg hollustan

Stjórnvöld eru að senda fólki röng skilaboð með því að lækka virðisaukaskatt á gosdrykkjum og sykruðum svaladrykkjum, segir forstjóri Lýðheilsustöðvar.

Innlent
Fréttamynd

Pilturinn sem lést á Stykkishólmsvegi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Stykkishólmsvegi aðfararnótt föstudags hét Valtýr Guðmundsson. Hann var til heimilis að Árnatúni 5 í Stykkishólmi. Hann var 22 ára gamall, ókvæntur og barnlaus.

Innlent
Fréttamynd

Ætlaði að kúga auðjöfra

KGB maðurinn Alexander Litvinenko, sem myrtur var í síðasta mánuði, ætlaði að ljóstra upp um spillingarmál tengd valdamiklum auðjöfri sem mun tengjast ráðamönnum í Moskvu. Þetta fullyrti rússneskur doktorsnemi á blaðamannafundi í Lundúnum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hlýtt í Evrópu

Vísindamenn segja ekki hafa verið hlýrra í Evrópu á þessum árstíma í fimm hundruð ár. Óttast er að skíðamenn fái lítið sem ekkert að renna sér í Ölpunum þennan veturinn og þurfi þess í stað að taka fram gönguskóna vilji þeir njóta náttúrunnar þar.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu

Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar.

Innlent
Fréttamynd

Miklar hækkanir á norrænum mörkuðum

Miklar hækkanir hafa verið á norrænum hlutabréfamörkuðum það sem af er ársfjórðungsins. Greiningardeild Landsbankans segir að þegar norrænu markaðirnir séu skoðaðir kemur í ljós að einungis 15 félög af 95 hafa lækkað á tímabilinu. Mesta hækkunin nemur 120% í danska fyrirtækinu Vestas Wind, sem framleiðr tækjabúnað og vindmyllur til raforkuframleiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýtt flugfélag á Akureyri

Norðanflug ehf., félag um fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu, var stofnað á Akureyri í dag en hefur starfsemi næsta vor. Stofnendur eru Samherji hf., Hf. Eimskipafélag Íslands og SAGA Fjárfestingar ehf. Hlutafé er 50 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aldrei minni viðskiptahalli í Þýskalandi

Vöruskipti í Þýskalandi voru jákvæð um 17,2 milljarða evrur eða 1.580 milljarða íslenskra króna í október. Vöruskipti hafa aldrei verið jákvæðari og er um að ræða met í efnahagssögu landsins, sem er eitt stærsta hagkerfi Evrópusambandsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð yfir 63 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað talsvert og fór yfir 63 dali á tunnu í dag. Beðið er eftir ákvörðun OPEC, samtökum olíuútflutningsríkja, sem sögð er hyggjast að draga enn frekar úr olíuframleiðslu til að minnka birgðastöðu á hráolíu og sporna við frekari verðlækkunum á hráolíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vel þjálfaðar rottur

Þær eru vel þjálfaðar rotturnar sem tóku þátt í fjölþraut í Nebraska í Bandríkjunum í gær. Það voru háskólanemar í bænum Lincoln sem efndu til keppninnar og mætti hver þátttakandi með þrautþjálfaða rottuna sína. Þeim var svo gert að klifra upp kaðla, taka þátt í langstökki, synda, hlaupa yfir hindranir og klifra upp veggi.

Erlent
Fréttamynd

Samruni SPV og SH samþykktur

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna Sparisjóðs vélstjóra, SPV og Sparisjóðs Hafnarfjarðar, SPH. Stofnfjáreigendur beggja sjóðanna samþykktu samrunann fyrir réttri viku. Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon, sparisjóðsstjórar sameinaðs sparisjóðs, segja að við sameininguna verði til „mjög öflugt fjármálafyrirtæki.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lykilvitni líkast til yfirheyrt í dag

Allt bendir til þess breskir lögreglumenn yfirheyri í dag lykilvitni í rannsókninni á morðinu á rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko. Yfirheyrslunni hefur ítrekað verði frestað vegna þess að vitni hefur verið til rannsóknar hjá læknum í Moskvu.

Erlent
Fréttamynd

Skilyrði fyrir þátttöku

Bandaríkjaforseti og forsætiráðherra Bretlands segja að ekki verið rætt við Írana og Sýrlendinga um mögulegar lausnir á ástandinu í Írak, líkt og ráðgjafarnefnd Bandaríkjaforseta leggur til, nema að uppfylltum skilyrðum. Formaður nefndarinnar segir um heildstæða tillögu að ræða og ekki hægt að velja eitt og hafna öðru.

Erlent
Fréttamynd

Full samstaða stjórnarliða um RÚV

Full samstaða er meðal stjórnarliða um RÚV-frumvarpið segir menntamálaráðherra og átelur menn fyrir að setja frestun lokaumræðunnar í annarlegt ljós.

Innlent
Fréttamynd

Læknafélagið vill endubætur á vegum

Stjórn Læknafélags Íslands telur brýnt að gerðar verði viðunandi endurbætur á fjölförnum vegum við þéttbýli eins og þeim sem mesta umferð bera við höfuðborgina. Stjórnin telur sannað að úreltir vegir séu ástæða slysa sem orðið hafa á vegum landsins. Hún telur þó rétt að minna á að flest slys megi forðast með varlegum akstri og réttri notkun öryggisbúnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir spáir hækkun stýrivaxta

Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í næstu viku. Greiningardeild Glitnir spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,1 prósent á milli mánaða og muni verðbólga mælast 7 prósent. Deildin spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 25 punkta 21. desember næstkomandi en segir það verða endirinn á hækkanaferli bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HP greiðir 1 milljarð króna

Bandaríski tölvuframleiðandinn Hewlett-Packard hefur samþykkt að greiða 14,5 milljónir Bandaríkjadala eða einn milljarð króna, í sáttagreiðslu til að ljúka málsókn á hendur æðstu stjórnendum fyrirtæksins, sem sakaðir eru um að njósna um aðra stjórnarmenn og starfsmenn HP.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Miklar annir á lokaspretti þingsins fyrir jól

Miklar annir verða á Alþingi Íslendinga í dag enda hafa stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar orðið ásáttir um að hefja jólafrí þingsins á morgun. 35 mál eru á dagskrá þingfundar í dag sem hófst klukkan tíu.

Innlent
Fréttamynd

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 44,6 milljarðar

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörðum króna í nóvember. Þar af voru um 600 milljónir króna til leiguíbúðalána. Almenn útlán sjóðsins námu því um 4,1 milljörðum króna sem er um 3% aukning á milli mánaða. Heildarútlán sjóðsins á árinu nema ríflega 44,6 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlýjasti vetur í langan tíma

Skíðabrekkur í ölpunum eru snjólausar, ferðamenn í róm ganga um í stuttermabolum og rósir blómstra í Lundúnum. Þetta eru lýsingarnar á vetrinum sem nú ríkir og verður að segja að hann er mildari en bjartsýnustu menn bjuggust við.

Erlent
Fréttamynd

Baugur orðaður við Allsaints

Breska dagblaðið Times segir Baug Group hafa náð samkomulagi um að kaupa 40 prósenta hlut í bresku tískuvöruverslanakeðjunni Allsaints af breska fjárfestingum Kevin Stanford. Stanford, sem er einn af stofnendum tískuvörukeðjunnar Karen Millen, var einn af meðfjárfestum Baugs í kaupunum á House of Fraser, sem gengu í gegn í október.

Innlent
Fréttamynd

Vöxtur í Japan undir væntingum

Landsframleiðsla er mun minni í Japan á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Greiningaraðilar, sem hafa þrýst á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í annað sinn á árinu, segja nú litlar líkur á hækkun þar sem það geti komið niður á efnahagslífinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Börnin stela jólunum

Á miðvikudaginn síðastliðinn teygði tólf ára bandarískur strákur sig í jólapakka sem hann síðan opnaði, þrátt fyrir margar viðvaranir um að gera það ekki. Móðir hans hringdi því á lögregluna og lét handtaka son sinn. Því næst var farið með drenginn niður á lögreglustöð þar sem hann var svo ákærður fyrir þjófnað.

Erlent
Fréttamynd

Skýrsluhöfundar vilja að Bush fylgi henni eftir í einu og öllu

Höfundar skýrslu um stefnu Bandaríkjastjórnar í Írak segja að stjórnin verði að fara að öllum tillögum hennar. Þeir segja enn fremur að þeir 79 punktar sem settir eru fram í skýrslunni séu ekki „ávaxtasalat“ sem hægt sé að taka úr það sem maður vill.

Erlent
Fréttamynd

Hizbolla saka stjórn Líbanons um að vinna með Ísraelum

Leiðtogi Hizbolla, Hassan Nasrallah, sakaði í morgun forsætisráðherra Líbanon, Fuad Saniora, um að vinna með Ísrael gegn Hizbollah í 34 daga stríðinu í sumar. Sagði hann Líbanonsstjórn hafa hjálpað til við að koma í veg fyrir að liðsmenn Hizbolla fengu vopnasendingar sínar.

Erlent
Fréttamynd

Kynlífshneyksli skekur pólsku stjórnina

Stjórnin í Póllandi íhugar að boða til kosninga fyrr en áætlað var vegna kynlífshneykslis sem nú skekur hana en varaforsætisráðherra landsins, Andrzej Lepper, hefur verið sakaður um að ráða konur gegn því að þær sofi hjá honum. Hann neitar ásökunum.

Erlent
Fréttamynd

Jarðneskar leifar Páls postula finnast

Fornleifafræðingar sem hafa unnið fyrir Vatíkanið hafa fundið steinkistu sem er álitin innihalda jarðneskar leifar Páls postula, eins af lærisveinum Jesú. Kistan fannst í grafhýsi undir kirkju í Róm.

Erlent